Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 88
86
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
að umfjöllunarefni, því að ég ætla mér að fjalla fyrst og fremst um íslenskan
Jörundarskáldskap. Hér kveður við annan tón en í áðurnefndum lausavísum.
Um er að ræða langa drápu eða kvæðisbálk, nokkuð samfellda frásögn, og
í útgáfu sinni af Þyrnum Þorsteins nefnir Sigurður Nordal bæði Byron og
ádeilu í sambandi við þetta kvæði, en gerir það ekki að öðru leyti að sérstöku
umfjöllunarefni. Þetta langa kvæði - ein 65 erindi í átta vísuorðum, þar sem
skiptast á þríliðir og tvíliðir og endar hvert vísuorð á eins atkvæðis orði eða
stúf - þetta kvæði á þó skilið alla athygli. Þarna er lýst komu Jörundar til
íslands, hvernig hann setur Trampe greifa af með hjálp síns enska fylgdarliðs,
leysir fangana úr hegningarhúsinu, ríður um landið til að hitta þegna sína,
mætir mótþróa sums staðar, heldur veislur og heillar kvenfólkið og er loks
sjálfur leiddur burt í enskum fjötrum. Stíllinn er víða svolítið gáskafullur, að
ekki sé sagt háðslegur. Hér er dæmi:
í Reykjavík brá þeim, þar brunaði inn skip
og báti hratt maður á sand;
þeir fundu það á sjer, sem sáu þann svip,
að sækóngur steig nú á land.
Hann lallaði þángað, sem lykillinn hjekk,
og landssjóðinn óðara fann;
og Jörundur sjóli að sumbli þá gekk,
er sólin af Nesjunum rann.
En aumíngja þegnarnir byrgðu sinn bæ
og biðu þess rúmunum í,
að teikn yrði á himni, á sól eða sæ,
og sofnuðu loksins frá því.
Svo vakti þá lífvarðar lúðursins org;
en lítið var náttúran breytt,
því vorsólin glampaði á götur og torg
og gerði ekki Jörundi neitt.
Andvaraleysi landans, athafnaleysi, eða dáðleysi. Spennandi Napóleonsstríð
úti í heimi og ísland gleymt og varnarlaust úti í reginhafi. Þegar sýslumaður
Skagfirðinga gerir sig líklegan til mótþróa, segist Þorsteini svo frá:
Nú steypast þeir á eins og stórhveli um haf
og störðu’ á hvorn annan um skeið. -
Svo tóku þeir hæverskir hattinn sinn af
og hleyptu svo burt sína leið.
Þar Ijetti því jeli, og Jörundur slapp
þeim járngreipum lifandi frá;
og var það ekki íslenskum Árbókum happ,
að Espólín fjell ekki þá?