Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 181
ANDVARI
FRÁ BÖRNUM AMTMANNSINS Á EINBÚASETRINU
179
ræðismanns, þegar svona stóð á. Hann sletti 160-200 dollurum í þurfalinga
og hirti ekkert um að kynna sér aðstæður eða hvernig þeir færu að fé sínu.
Júlíus þurfti læknishjálp og ókeypis sjúkravist eða komast á fátækrahæli, ef
ekki yrði ráðin bót á meinum hans. Jón gat sér til, að íslenzka nýlendan í
Winnipeg starfrækti naumast slíka stofnun, svo að til lítils væri að senda
Júlíus þangað.44
Eftir þetta finnast ekki umsagnir um Júlíus, örlög hans og afkomendur, hafi
þeir nokkrir verið.
VI
Nína undi vel hag sínum, þótt árin færðust yfir. Sjóninni hrakaði þó og henni
varð þröngt um hendur. Hún sat í kyrrðum, rækti förna vináttu; heklaði flíkur.
í júlí 1886 bregður hún sér til Christiandalsklausturs og er þar um sinn, „og
har det forhaabentlig straalende som altid“, skrifar Emilía. í nóvember 1888
biður Nína Emilfu fyrir kveðju til Þóru systur sinnar, kveðst ekki skrifa henni
í þetta sinn. Emilía segir, að henni vegni vel.45
Nína og Hildur Jónsdóttir frá Grenjaðarstöðum höfðu mikið saman að
sælda og minntust tíðum fornra kynna frá Möðruvallaárum Nínu. Hún var
bjartsýn og hjartahlý, einstök gömul kona, sagði Nína í bréfi og bætti við eftir
henni: „Ég fagna því að lifa og ég fagna því að deyja.1146 Hildur mun oft hafa
rétt Nínu hjálparhönd, án þess að þiggjandinn gerði sér það ljóst. Hún mátti
ekkert aumt sjá.
Nína rækti ekki aðeins gamla vináttu, hún var af þeirri gæzku gjör að geta
aflað sér nýrra vina: Hún undi ekki langdvölum á Mundtstofnun án þess að
lyfta sér upp við og við, heimsækja góðkunningja. Didriksen vinur hennar er
áður nefndur. Honum bregður ekki fyrir í bréfum fjölskyldunnar nema undir
rós. Fyrir kom, að Nína dvaldist tvo-þrjá mánuði á búgarði hans. Ekki gazt
henni að frúnni. Húsbóndinn hafði Nínu í hávegum, fagnaði komu hennar;
dáði hana 47
í apríl 1891 skrifaði Emilía Þóru, að Nína yndi vel við sitt, en nú sæi á,
að henni væri aftur farið, en sjálf gerði hún sér ekki grein fyrir, hversu mjög
henni hafði hrörnað síðustu misseri. Hún var orðin veikburða. Emilía biður
Þóru að nefna þetta ekki í bréfi til hennar. Nínu var afar mikið í mun að geta
bjargað sér sjálf, og vildi sem minnst leita til annarra.
í Mundtsstofnun býr gömul kona, ættingi stofnandans ásamt ungri frænku
sinni, kennslukonu, sem allt vill fyrir Nínu gera. Og Nína metur það.
Jólafastan árið 1891 er gengin í garð. Kennslukonan unga sá, að vinkonu
hennar, Nínu, var mjög brugðið. Hún var veik, en leyndi eftir getu eða trúði
því jafnvel ekki sjálf. Þurfti að fara að gömlu konunni með gát, því ekki