Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 36
34
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARl
fylgdist álengdar með. Hann segir í Viðreisnarárunum að Stefán hafi
verið umdeildur leiðtogi og árið 1952 hafi flokkurinn verið í harðri
stjórnarandstöðu:
Margir í flokknum töldu, að nauðsynlegt væri að skipta um forystu, ekki aðeins
þeir, sem á undanförnum árum höfðu verið í andstöðu við flokksforystuna,
heldur ýmsir nánir vinir og samherjar Stefáns Jóh. Stefánssonar. Ef hann hefði
fallizt á að draga sig í hlé, hefði Haraldur Guðmundsson tvímælalaust verið
einróma kjörinn formaður. En því miður vildi Stefán vera áfram í kjöri.30
Á flokksþinginu gekk sterkur orðrómur um, að hannibalistar væru
reiðubúnir til að draga framboð sitt til baka, ef annaðhvort Emil
Jónsson eða Haraldur Guðmundsson gæfu kost á sér. Það vildu þeir
hins vegar ekki gera nema að Stefáni frágengnum. En því var ekki að
heilsa. Er Hannibal Valdimarsson hafði verið kjörinn forseti flokksins
var Benedikt Gröndal kosinn varaformaður og Gylfi endurkjörinn rit-
ari, báðir einum rómi. Nokkru síðar á þingfundinum voru mikilvæg-
ustu ályktanir þingsins afgreiddar. Var það almenn stjórnmálaályktun,
að meðtalinni utanríkismálaályktun og verkalýðsmálaályktun. Gylfi
mun hafa samið hina fyrstnefndu, er hún var lögð fram, og var fram-
sögumaður stjórnmálanefndar á þinginu. Allar þessar ályktunartillögur
voru samþykktar nánast óbreyttar og í einu hljóði á þinginu.31
Af öllu þessu virðist mega draga þá ályktun, að djúpstæður pólitískur
ágreiningur hafi ekki verið fyrir hendi meðal þingfulltrúa, en nokkur
áherzlumunur og mikill persónulegur ágreiningur um persónu for-
mannsins.
Á kjörtímabili flokksstjórnarinnar 1952-1954 virtist í fyrstu sem
allir myndu leggja áherzlu á að halda friðinn. Það má ljóst vera, að
Gylfi var einn þeirra, sem báru ábyrgð á kjöri Hannibals í forsetastól-
inn og batt auðvitað góðar vonir við hann. Því þarf ekki að efa að
sumir af hörðustu stuðningsmönnum Stefáns Jóhanns á flokksþinginu
1954 hafi verið þess fýsandi að fella hann úr ritarasæti flokksstjórnar-
innar og síðan hugsanlega frá þingmennsku. En skilið hafði með þeim
Hannibal löngu fyrr.32 Skólastjórinn frá ísafirði taldi sig þurfa að
kenna alþýðuflokksmönnum syðra nýja siði og nemendunum bar að
láta vel að stjórn. En það gerðu þeir ekki. Fyrir bragðið fór allt í bál og
brand, án þess að sáttasemjarinn úr háskólanum fengi neitt við ráðið.
Endaði það með því að Hannibal var felldur úr forsetastóli flokksins
á þinginu 1954.