Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 47
andvari
GYLFI Þ. GÍSLASON
45
yrði upp nútímalega vestræna hagskipan, að hætti nágrannaþjóðanna
á Vesturlöndum. Almenn og traust velferð yrði ekki reist á öðrum
grundvelli. Önnur sjónarmið skiptu einnig miklu máli. í tíð minnihluta-
stjórnar Alþýðuflokksins hafði það sýnt sig, að frjálslyndir leiðtogar
Sjálfstæðisflokksins höfðu góðan skilning á sumum mikilvægum
stefnu- og áhugamálum Alþýðuflokksins, eins og kom til dæmis fram
í kjördæmamálinu og mörgum velferðarmálum, og stóð í þeim efnum
hinum flokkunum sízt að baki. Þegar samstarfið í viðreisnarstjórn-
inni bar á góma síðar sagði Gylfi oft, að lykillinn að góðu gengi
hennar væru þau persónulegu heilindi, sem hefðu verið fyrir hendi
milli ráðherranna. En það hefði mátt bæta því við, að leiðandi menn
í Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma voru frjálslyndir og víðsýnir
leiðtogar, sem alþýðuflokksmönnum fannst þeir eiga að mörgu leyti
samleið með.
Óumdeilt mun vera, að með myndun viðreisnarstjórnarinnar hafi
öðru sinni verið gerð tilraun til að færa hagskipan hérlendis í nútíma-
legt vestrænt horf. Gylfi Þ. Gíslason segir, að það hafi verið markmið
minnihlutastjórnar Olafs Thors árið 1950,47 að taka upp frjálslega
búskaparhætti og nýja stefnu í efnahagsmálum, skrá rétt gengi og
afnema höft. Sú tilraun hafi þó farið út um þúfur vegna margvíslegra
erfiðleika.48 En þótt svo hafi farið höfðu flokkarnir tveir sett sér nokk-
urn veginn sama grundvallarmarkmið í efnahagsmálum og aflað sér
dýrmætrar þekkingar á vandamálinu og viðamikillar reynslu af glím-
unni við það.
Þegar Ólafur Thors myndaði viðreisnarstjórnina í nóvember 1959 lét
Gylfi af embætti iðnaðarráðherra og var eftir það menntamála- og
viðskiptaráðherra, allt þar til ríkisstjórnin fór frá árið 1971. Hann var
ekki ráðherra, sem lét hverjum degi nægja sína þjáningu, ef svo mætti
segja. Þvert á móti fékkst hann við stjórnmál í þeim tilgangi einum að
ná árangri og þegar honum gafst tækifæri til þess færðist hann allur í
aukana. Bæði ráðherraembættin á viðreisnartímanum voru mjög viða-
mikil og hefði margur látið við það eitt sitja að rækja þau sómasamlega
frá degi til dags. En það var Gylfa ekki nóg. í embætti tók hann upp
og glímdi við mörg stórmál, sem ýmist bar að höndum, voru stefnumál
Alþýðuflokksins eða voru sjálfsprottin í huga hans. Auðvitað voru efna-
hags- og viðskiptamál meðal helztu verkefna hans í stjórnmálunum, en
menningar- og menntamál voru jafn ofarlega á baugi í stjórnarstörfum