Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 35
andvari
GYLFI Þ. GÍSLASON
33
háskólum og hins vegar starfsemi Verkamannaflokksins. Heimsótti
hann því háskólana í Cambridge og Oxford, meðal annarra, og þótti
mikið til koma. Virtist honum sem námið væri í mun fastari skorðum
og betur fylgzt með námi stúdenta þar en víða á meginlandinu, þar sem
svonefnt „akademískt frelsi“ væri í hávegum haft og lausatök sums
staðar á náminu. Jafnframt legðu Bretar áherzlu á almenna menntun
stúdenta og uppeldishlið hennar. Hann kynnti sér líka starfsemi
Verkamannaflokksins, er tekið hafði við stjórnartaumum í Bretlandi
sumarið 1945. Hitti hann þá ýmsa framámenn hans að máli, meðal
annarra prófessor Harold Laski, er var meðal merkustu forvígismanna
hans. Eflaust hefur hann þá líka komizt í nokkur kynni við The Fabian
Society (stofnað 4. janúar 1884), hið áhrifamikla menningar- og fræða-
félag brezkra jafnaðarmanna, sem á Bretlandseyjum boðaði svipaðar
kenningar og Eduard Bernstein gerði í hópi sósíalista á meginlandinu;
meðal heimsþekktra „fabíana“ má nefna kvenréttindafrömuðinn Annie
Besant og rithöfundana George Bernard Shaw og Sidney Webb.
Eftir að Gylfi kom heim úr Englandsför sinni skrifaði hann langan
greinaflokk í Alþýðublaðið um kynni sín af mönnum og málefnum á
Bretlandseyjum. I sjö heilsíðugreinum kom hann víða við og fjallaði
meðal annars um „Nýtt England“, efnahagsvandamál Breta, víðtæka
þjóðnýtingu í brezku atvinnulífi og gildi áætlunarbúskapar fyrir land
og lýð, félagsmálalöggjöf þarlendis og heimsstjórnmálin og Breta.
Hann batt góðar vonir við þær þjóðfélagsbreytingar, sem þar voru í
uppsiglingu, og til dæmis kom trú hans á mikilvægi þjóðnýtingar skýrt
fram. Var hann reyndar óbanginn við að halda fram kostum hennar
á þeim árum í röðum alþýðuflokksmanna hérlendis. Með sama hætti
ofbauð honum fyrirhyggjuleysi, sóun og skipulagsleysi einkaframtaks-
ins í atvinnumálunum, og sýndi fram á hvernig það hefði gjörsamlega
brugðizt Bretum þegar mest reið á um langa hríð á millistríðsárunum.
Hallarbyltingin 1952, orsakir og afleiðingar
Gylfi Þ. Gíslason ræðir flokksþingsmálin í Alþýðuflokknum árið 1952
lítillega í bók sinni um viðreisnarárin, er Hannibal Valdimarsson var
kjörinn forseti (formaður) flokksins.29 Hann fjallar þó ekki neitt um
sinn hlut, sem Stefán Jóhann telur að hafi verið ærinn. Þó er víst að
Gylfi var ekki upphafsmaður að byltingunni, en studdi Hannibal og