Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 40
38
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
unum lögðu þeir til, að í stað útflutningsbóta- og innflutningsgjaldakerfisins
kæmi álagning eins innflutningsgjalds... Jafngilti þetta í raun og veru lækkun
á gengi krónunnar, sem þeim hafði verið sagt, að ekki þýddi að leggja til vegna
afstöðu Alþýðubandalagsins.
Eins og getið var um að framan, tel ég líklegt, að Framsóknarflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn hefðu getað sameinazt um aðalatriði slíkra ráðstafana.
Alþýðubandalagið hafnaði þeim hins vegar algjörlega. I upphafi stjórnar-
samstarfs varð auðvitað að vera samstaða um þá stefnu, sem fylgt yrði. Hver
stjórnarflokkanna hafði því í raun og veru neitunarvaid. í þessu tilviki var það
Alþýðubandalagið, sem beitti slíku neitunarvaldi. Eins og efnahagsástandið
var, kom þá það eitt til greina að styrkja haftakerfið og reyna að jafna
greiðsluhallann með auknum erlendum lántökum.36
í ljósi þessa virðist sem ríkisstjórnin hafi verið með bundnar hendur
í efnahagsmálunum og að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafi
orðið að sætta sig við þá efnahagsstefnu, sem Alþýðubandalagið gat
fallizt á. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. I ofanálag var stjórnin
bundin af því ákvæði í málefnasamningnum að hafa samráð við laun-
þegasamtökin um dýrtíðar- og kaupgjaldsmál.
Hermann Jónasson, forsætisráðherra, kynnti tillögur sínar um lausn
efnahagsvandans fyrir ASÍ-þingi þann 28. nóvember 1958. í forsæti
þess sat Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráðherra, er var forseti
Alþýðusambandsins. Ekki mælti hann með tillögum forsætisráðherrans
við þingið, enda hafnaði það beiðni hans um stuðning við þær. Leit ráð-
herrann á þá synjun sem endalok stjórnarsamstarfsins. Að sögn Gylfa
vildu ýmis öfl innan stjórnarflokkanna endurreisa það, en Hermann
Jónasson harðneitaði að halda áfram samningaviðræðum í þá veru
og baðst lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína hinn 4. desember 1958.
Segir Gylfi að hann hafi fyrir sitt leyti verið sammála því, að „með því
móti fyndist engin skynsamleg lausn á efnahagsvandanum.“ í þessum
orðum var fólginn kjarni málsins. Hvorugur flokkurinn hafði trú á að
„skynsamlega lausn“ á efnahagsvandanum væri að finna í stefnu eða
viðhorfum Alþýðubandalagsins og höfnuðu því samningaviðræðum á
grundvelli hennar. Bjartsýnismenn hafa ef til vill haft trú á, að með
milligöngu og samningaþófi mætti hugsanlega finna leið, sem flokk-
arnir þrír gætu sætzt á. En tíminn leyfði engar slíkar umleitanir. Auk
þess var Alþýðuflokknum nóg boðið. Hann vildi ekki lengur taka þátt
í viðræðum um myndun ríkisstjórnar, sem byggði efnahagsstefnu sína
á bráðabirgðalausnum og skammtímalækningum. Því virðist sem hugs-