Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 71
ANDVARI
GYLFI Þ. GÍSLASON
69
Jóni Baldvinssyni, Haraldi Guðmundssyni, Emil Jónssyni, Jóhönnu
Egilsdóttur, Stefáni Jóh. Stefánssyni, Guðmundi í. Guðmundssyni,
Benedikt Gröndal og Jóni Baldvin Hannibalssyni.
Engum manni hef ég kynnzt, sem var jafn athafnasamur og hann
var, fullur atorku, og jafnframt hnitmiðaður, einbeittur og skipulagður í
störfum sínum. Starfsþrek hans var með ólíkindum. Stundum hefur sú
hugsun læðzt að mér, að á Þýzkalandsárum sínum hafi hann meðvitað
tamið sér þarlend vinnubrögð, er hann sá fyrir sér, og skiluðu jafnframt
mestum og beztum árangri. Auðvitað er það ágizkun mín, en svo mikið
er víst að mér þóttu þau mjög til fyrirmyndar. Eitt sinn vorum við Emil
Jónsson og Gylfi að spjalla saman í kaffihléi á flokksstjórnarfundi í
Reykjavík, er nýútkomna bók bar á góma. Jú, Gylfi hafði lesið hana en
við Emil ekki. Gat Emil þá ekki orða bundizt og sagði orðrétt: „Segðu
mér, Gylfi, hvenær hefurðu eiginlega tíma til að lesa bækur?“ Gylfi
brosti við: „Jú, ég finn mér tíma til þess.“ Öðru sinni hafði ég setið
lengi vel, síðdegis á föstudegi, inni á skrifstofu hans í viðskiptaráðu-
neytinu, og beðið þess að lát yrði á símtölum svo að við gætum tekið
tal saman um eitthvert erindi, sem ég átti við hann. Þegar loksins að
því kom sagði ég agndofa við hann: „Segðu mér, Gylfi, hvernig hefurðu
tíma til að gera allt það, sem þú þarft að fást við?“ Það stóð ekki á svari.
„Það er ekki spurning um tíma, Sigurður minn, heldur vilja.“
Fagurt mannlíf var œdsta hugsjón hans
Gylfi var oft beðinn um það á seinni árum að rita ævisögu sína. Svaraði
hann gjarnan því til, að hann væri búinn að skrifa svo mikið að nóg
væri komið. Sannleikurinn er líka sá, að hann skildi eftir sig sæg af
ritgerðum og greinum í dagblöðum og tímaritum, og fjöldamörg ávörp,
ræður og fræðileg erindi, sem hann flutti við margvíslegustu tækifæri.
Auk heldur flutti hann fjöldann allan af tækifærisræðum um dagana,
á ýmsum tungumálum, sem fæstar eða engar voru skrifaðar. Eru þá
bækurnar hans ótaldar. Meðal þeirra eru Marshalláætlunin (1948),
Jafnaöarstefnan (1949 og 1977), ritgerðasafnið Hagsœld, tími og ham-
ingja (1987), Viðreisnarárin (1997) og Vegsemd þess og vandi aö vera
hlendingur (1994), er birtist einnig á ensku og þýzku, sem og ræðu-
safnið Minni um nokkra listamenn (2003). Hann samdi sönglög allt frá
unglingsárum og langt fram eftir aldri. Mörg þeirra, meðal annars við