Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 183
ANDVARI
FRÁ BÖRNUM AMTMANNSINS Á EINB ÚASETRINU
181
Didriksen var miður sín, þegar hann bar upp erindið: Hann innti Jón eftir,
hvort hægt væri að verða við þeirri bæn hans, að hann fengi til eignar ein-
hvern grip úr búi Nínu heitinnar, svo sem til minja um hana. Málið kom til
kasta erfingjanna, og er óljóst, hvernig því lyktaði.
Eftir lát Nínu vaknaði þrálát spurning í huga nánustu vandamanna hennar:
Hver verður næstur? Þessi spurning sótti æ oftar að Emilíu og Þóru. Emilía
segir, að hún hafi þegar farið að ásækja sig, eftir að Jón náði sjötugsaldri. Og
þau ræddu hana, en reyndu samt að bægja henni frá sér sökum kvíðans, sem
fylgdi. Hvert ykkar verður næst? Emilía gat ekki gert sér í hugarlund að missa
Jón. Það var sama og missa fótfestu í lífinu.
Einhvern tíma var sagt: Segðu mér hverja þú velur að vinum, og ég skal
segja þér, hver þú ert. Engin vináttubönd Gríms amtmanns og fjölskyldu ent-
ust lengur en þau, sem fjölskylda síra Jóns á Grenjaðarstöðum batzt börnum
amtmannshjónanna. Þau tengsl entust að minnsta kosti fátt í sjötíu ár eða til
dauðadags Hildar Johnsen, hinn 26. júlí 1891. Hún skiptist á bréfum við Þóru
Melsteð. Þau lýsa Hildi bezt. Hinn 30. júlí 1871 skrifaði hún langt bréf, er
mikið niðri fyrir og ávarpar hana: „Mín ágæta vinkona. Sæl vertú elskuleg-
asta Þóra.“
Elskan mín. Mér þykir vænt um bréfin þín, mundu það, þegar dampskipið kémur til
baka. Nú fer með skipinu heim Stúlka, sem mér er kunnug og mér er annt um og eg vil
biðja fólk fyrir. Það er Stúlka, sem var á Straffeanstalten. Hún hefur liðið so margar
Sorgir; Straff, fyrirlitningu og seinast Sjúkdóm. Hún varð Lam upp að midti, þar úti á
Kristjánshavn, og lág þar veik leingi. Hún var so tilfinningarlaus, að hún fann ei þó hún
væri stúngin með nálum. í tvö ár hefur hún so verið að Skána, og nú getur hún geingið
við tvo stokka. Hún er umvendt og trúuð, sem elskar Guð og allt gott. Vil eg því biðja
alla firir hana, að tala gott um hana og seiga frá því að hún er vönduð og væn og ei
fyrirlitningar verð.49
Tæpum hálfum mánuði síðar skrifaði Hildur Þóru aftur og lætur hana vita, að
stúlkan hafi verið send „heim til Hofsós“ „í hú og hast“ með vöruskipi. „Mig
tók sárt til þessa aumínga, enn nú þekki eg þar eingann ... Forláttu nú þenn-
ann miða eins og allt annað þinni elskandi vinu Hildi Jóhnsen.“50
VII
Arin 1892 og 1893 var pesthætt í Kaupmannahöfn. Inflúenzufaraldur hafði
gengið. Jón Johnsson varð lasinn, er tæp vika var af apríl 1893 og lá rúmfast-
ur. Elnaði honum brátt sóttin. Læknar sögðu hann með slím í lungum og vott
af bólgu. Á 5. degi komst hann á fætur aftur og var hress, að því er virtist.
Emilía skrifar Þóru og Páli, 21. apríl, að hún hafi orðið