Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 153

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 153
ANDVARI HAMLET ÍSLENSKRAR LEIKLISTAR? 151 en það þarf ekki að hafa stafað af mannvonsku eða hugsunarleysi. Hann var ekki meira utanveltu en svo, að Guðlaugur Rósinkranz bauð honum að leikstýra fyrstu jólasýningu leikhússins, sem átti að vera gamanleik- ur Shakespeares Sem yður þóknast.66 Það hlýtur að hafa verið kærkomið tækifæri fyrir Lárus til að halda áfram á þeirri braut sem hann hafði markað með sýningum klassískra gamanleikja í Iðnó. „Sagan af þýðingum Indriða Einarssonar“, sem Þorvaldur vísar til í tilvitnuninni hér á undan, gerð- ist í framhaldi af því. Svo stóð á, að Indriði Einarsson hafði á efri árum þýtt fjórtán af leikritum Shakespeares og segir sagan að þýðingarnar hafi verið taldar slíkir dýrgripir í fjölskyldunni, að þær væru geymdar í sérstöku bankahólfi. Þangað átti nú að sækja þær eftir að hin mikla hugsjón Indriða, Þjóðleikhúsið, var orðið að veruleika. Hvað gat verið fremur við hæfi en að frumsýna einn vinsælasta gamanleik Shakespeares í þýðingu Indriða, „föður Þjóðleikhússins“, á fyrstu jólum þess? Úr því varð þó ekki. Fyrsta jólasýning leikhússins var á jólaævintýri eftir Charles Dickens, sem nefndist Söngbjallan. Þótti ekki öllum mikið til þess koma og Leikfélag Reykjavíkur sýna ólíkt meiri metnað með því að frum- flytja Marmara Guðmundar Kambans.67 En hér var ekki allt sem sýndist, því að flutningur Söngbjöllunnar var augljóst neyðarúrræði. Það varð sem sé nið- urstaða Lárusar Pálssonar og raunar einnig nafna hans Sigurbjörnssonar, sem hafði verið ráðinn bókavörður Þjóðleikhússins, að hin gamla þýðing Indriða væri gersamlega ótæk.68 Viðbúið var að þessi afstaða myndi ekki mælast vel fyrir hjá Indriða Waage eða öðru fjölskyldufólki hans, en raunar eru mér vit- anlega engar heimildir til um viðbrögð þeirra. Svo mikið er víst að þjóðleik- hússtjóri fylgdi ráðum Lárusar og var Helgi Hálfdanarson, sem var þá lyfsali á Húsavík, fenginn til að þýða leikinn sem var síðan fluttur snemma árs 1952. Þetta varð upphafið á ferli Helga sem Shakespeare-þýðanda. Lárus hafði því fullan sigur í þessu máli og mikinn sóma af því, þó að honum hafi sjálfsagt ekki verið þakkað það sem skyldi. Aldrei er auðvelt að lesa í hug löngu liðinna persóna sem aðeins eru óbeinar heimildir til um. Jafn örðugt getur verið að taka afstöðu til gamalla deilu- mála og óvildar. Það er staðreynd að Lárus var vansæll í leikhúsinu; í bréfi til Tiemroths árið 1958 talar hann um það hvað sér leiðist; kveðst orðinn „þreytt- ur á öllu því hálfgerða drasli sem hér er unnið (líka af undirrituðum).“69 Hann drakk orðið miklu meira en góðu hófi gegndi og bætti líkamlegur krankleiki þar ekki úr skák.70 En hvaða „drasl“ er þetta sem hann er þarna að tala um? Finnst honum sér misboðið með vondum verkefnum - eða skorti á áhugaverð- um verkefnum - eða er hann ef til vill ekki sáttur við hina listrænu niðurstöðu - nema hvort tveggja sé? Lárus þurfti stundum að leikstýra verkum sem hann hafði ekki nokkurn áhuga á og voru hvorki honum né leikhúsinu samboðin; þar koma fyrst í hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.