Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 106

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 106
104 HANNES BJÖRNSSON ANDVARI handritum, en hún er ekki til umfjöllunar hér. Steinafræðin virðist vera skipu- lega upp sett og glögg. Hún er til í allnokkrum handritum en eina handritið sem ég hef litið lítils háttar á er Lbs. 1878, 4to og er eftir Helga Melsted. Hannes lét ekki eftir sig nein ritverk sjálfur, enda var prestaskólakennurum ekki veittur styrkur til útgáfu á fyrirlestrum fyrr en eftir hans dag. Handritið sem er lagt til grundvallar hér64 er tölvufærsla af Lbs. 1852, 4to sem hefur að geyma uppskrift Eiríks Magnússonar, bókavarðar í Cambridge, af fyrirlestr- um Hannesar Arnasonar í sálfræði 1855-56. Samsvarandi handrit frá öðrum tíma sem ég hef farið lauslega yfir eru Lbs. 317, 4to sem er uppskrift Jóns Þorleifssonar frá 1852 og JS. 514, 4to sem er uppskrift séra Páls Jónssonar frá 1865. Einnig eru til samtíma handrit, sem ég hef ekki yfirfarið. Það eru Lbs. 1468, 4to sem er uppskrift Jóns P. Melsted frá 1855 og síðara hefti af tveimur Lbs. 2922, 4to frá 1856. Skrifari þess er ókunnur. Efnið er mjög sambærilegt milli handrita. Frumrannsókn á afskriftunum sýnir að Hannes Árnason fylgir að mestu kaflaskiptingu Sibberns,65 en jafn- framt að fyrirlestrarnir eru breytilegir milli ára. Til dæmis er hugmynda- sögulegur kafli í fyrirlestri 1852 sem fellur út síðar. Þá lýtur áberandi stór hluti námsefnis að þekkingarfræði (Erkendelse) og lítill hluti þess lýtur að viljanum sem var meira rannsakaður síðar.66 Heimspeki Hannesar Heimspekileg sálfræði Hannesar Árnasonar var grundvölluð á dönsku hug- hyggjunni, sem sprettur af hinni þýsku. Líkt og lærifaðirinn F. C. Sibbern var hann af meiði Kants, Fichtes og Schellings.67 Uppspretta þeirra allra er hjá þýska heimspekingnum Christian Wolff (1679-1754) sem samþættir heimspeki Leibniz við empirisku heimspekina.68 Rit Sibberns voru kennd utan Danmerkur sem gott dæmi „wolffianskrar“ hefðar,69 en í henni ná meginlandsheimspekin frá París, rökhyggjan, og enska heimspekin frá Oxford, reynsluhyggjan, fyrst saman. Það má segja að rökhyggjumaðurinn Descartes, sem almennt er talinn verða faðir nútíma sálfræði þegar hugur hans skoðar sjálfan sig, mæti reynsluhyggjumanninum Locke, sem var fyrstur til að sjá fyrir sér hugeindir sem hann taldi grunneindir allrar hugs- unar. Hughyggjan nær hámarki sínu hjá Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831). í Danmörku, sem annars staðar, var á þessum tíma sterkt andóf gegn ákveðnum þáttum í heimspeki hans og ollu þar fleiri áherslur en ein.70 Heimspekingurinn Sören Kierkegaard (1813-1855) réðist af hörku gegn dönskum hegelíönum sem boðuðu guðfræði sem gæti verið orð án verka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.