Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 49
andvari
GYLFI Þ. GÍSLASON
47
Fyrir Alþýðuflokkinn voru þeir Gylfi og Emil í fremstu röð í
efnahagsmálaglímunni, meðal annars í samningaviðræðum við heild-
arsamtök beggja aðila í atvinnulífinu. Þar mun Gylfi þó hafa tekið á
sig þyngri hluta byrðanna, allt frá upphafi, bæði vegna atorku sinnar
og alhliða þekkingar á efnahagsmálum. Hann innti af hendi gríðarlegt
starf, bæði meðan á lagasetningu um kerfisbreytinguna stóð, innan
þings og utan, og í margvíslegum samningaviðræðum og vinnudeilum
árin á eftir, til að tryggja gengi hinnar nýju hagskipunar og standa vörð
um hagsmuni launafólks í landinu. í þau tólf ár, sem stjórnin starfaði,
skiptust á góðæri og tímabil mikilla erfiðleika og ekki er á neinn hallað
þótt sagt sé, að þau árin hafi Gylfi alltaf verið í fremstu röð ráðherranna
á vettvangi atvinnu- og efnahagsmála.
Almannatryggingar stórefldar
í Viðreisnarárunum hefur Gylfi Þ. Gíslason gert grein fyrir aðalatriðum
í störfum viðreisnarstjórnarinnar og verður ekki betur gert í þeim efnum
hér.49 I staðinn verður staldrað við nokkra afmarkaða þætti í störfum
hennar, þar sem áhrif hans koma skýrt fram og hafa fallið nokkuð í
skuggann fyrir markmiði hennar og árangri í efnahagsmálum.
Auðvitað var ljóst, að breytingaskeiðið frá hinni gömlu hagskipan yfir
í þá nýju myndi valda margvíslegum erfiðleikum í atvinnulífinu, sem
kæmu hart niður á vinnandi fólki, yrði ekki að gert. Stjórnarflokkarnir
urðu þess vegna sammála um, að samfara efnahagsbreytingunni
yrði almannatryggingalöggjöfin efld stórlega og tekjuskattslögunum
breytt, auk annarra ráðstafana. Um þetta var algjör samstaða innan
Alþýðuflokksins og milli stjórnarflokkanna beggja, sem gerðu sér fulla
grein fyrir nauðsyn þess, að bæta verkafólki upp óhjákvæmilega skerð-
ingu á lífskjörunum, eins og frekast væri unnt, auk þess sem þeir væntu
þess, að þar með myndu verkalýðssamtökin fremur una breytingunum
en ella. Ofarir vinstristjórnarinnar á þingi Alþýðusambands íslands í
nóvember 1958 hafa auk þess verið víti til varnaðar.
Ætla má, í þessu samhengi, að Alþýðuflokknum hafi ekki verið nóg
að bæta sem mest þann hlut launafólks, sem í upphafi breytinganna
yrði skertur, heldur hafi hann einnig viljað leggja grundvöll að mik-
ílvægum og nútímalegum framförum í velferðarmálum almennings.
Nauðsynlegar umbætur í tryggingamálunum voru mikilvæg forsenda