Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 28
26
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
kommúnista, sem reyndar var fyllilega endurgoldin, hafði sín áhrif á
viðhorf flokksforystunnar til félagsmanna þess. Þeir Gylfi og Hannibal
munu hafa verið meðal þeirra og því taldi forystan sig ekki geta borið
fullt traust til þeirra í málum, er vörðuðu utanríkis- og öryggismál. I
þingflokknum var þeim því haldið utan við mestalla umræðu um þann
mikilvæga málaflokk og þýðingarmiklar ákvarðanir í því sambandi,
sem forystan þingaði einslega um með sínum nánustu. Hún lagði svo
niðurstöðurnar einar saman fyrir þingflokksfund. Þingmenn flokksins,
aðrir en þeir tvímenningar, vissu hvað var á seyði og fylgdust með, þótt
þeir hafi eflaust haft misjafnlega góða aðstöðu til þess að hafa áhrif á
gang mála, meðan á aðdraganda þeirra stóð.
Frásögn Gylfa af starfsháttum forystunnar í þingflokknum er eflaust
rétt og vitaskuld hafa þeir tvímenningar átt bágt með að una því að fá
enga vitneskju um gang mála. Margt bendir til að þessi framkoma hafi
haft djúp áhrif á Gylfa og það til frambúðar. Auk þess hafði ólguna eftir
framboðsmálin í Reykjavík 1946 ekki að fullu lægt. Ætla má því, að
smám saman hafi hlaðizt upp mikil óánægja, sem síðan leitaði útrásar.
Óviturleg málsmeðferð forystunnar hefur að sjálfsögðu verið ein örugg-
asta leiðin til að hleypa öllu í bál og brand, sem hún líka gerði. Hitt er
annað mál, að frávik frá viðkvæmri stefnu flokksins í utanríkis- og
öryggismálum var mjög varasamt á viðsjárverðum tímum. Og því eins
gott að fara að öllu með gát.
Hvað sem þessu máli leið er rétt að hafa orð á þeirri djúpstæðu
tortryggni og nánast fjandskap, sem á kaldastríðsárunum var löngum
fyrir hendi milli sósíalista annars vegar og fylgismanna annarra
flokka, einkum jafnaðarmanna, hins vegar. Það hafði auðvitað haft
mjög mikil áhrif á alþýðuflokksmenn, að árið 1938 hafði flokkurinn
klofnað og fjöldi áhrifamikilla flokksmanna og almennra stuðnings-
manna gengið til liðs við kommúnista og stofnað Sameiningarflokk
alþýðu - Sósíalistaflokkinn. Einnig, að árið 1940 voru skil gerð milli
Alþýðuflokksins og Alþýðusambands íslands, sem margir alþýðu-
flokksmenn töldu afar neikvæða þróun. í ofanálag taldi flokkurinn
að sósíalistar hefðu orðið berir að svikum í samningum flokkanna
tveggja um samstarf í miðstjórn Alþýðusambands Islands skömmu
eftir aðskilnaðinn. Af öllu þessu drógu alþýðuflokksmenn þá ályktun,
að sósíalistum væri aldrei að treysta, í samstarfi sætu þeir sífellt á svik-
ráðum. Einlægast væri að forðast allt samneyti við Sósíalistaflokkinn,
þótt ekki yrði alltaf hjá því komist, eins og til dæmis kom í ljós þegar