Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 136

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 136
134 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI um sínum af honum; þau rit er ekki heldur að finna í bókaskránni. Þetta er sérlega einkennilegt hvað varðar ævisögu Árna, þar sem er að finna mjög lifandi lýsingu á náminu í leikskóla Lárusar.14 Sjálfur hef ég ritað litla stúdíu um feril Strindbergs-leikja í íslensku leikhúsi, þar sem Lárus kemur talsvert við sögu.15 Ekki nefnir Þorvaldur þá ritsmíð heldur einu orði. í henni fjalla ég ítarlega um tvær Strindberg-sýningar Lárusar í Þjóðleikhúsinu, Föðurinn (1958) og Kröfuhafa (1964). Svo vel vill til að báðar sýningarnar voru hljóð- ritaðar og fluttar í útvarp með sömu leikendum og á sviðinu. Eg notfæri mér þessar hljóðritanir og ber mat mitt á þeim saman við það sem má lesa út úr leikdómunum. Er kenning mín sú, að þessar uppfærslur hafi orðið til undir áhrifum frá gamalli hefð og sýn á leiki Strindbergs sem menn hafa viljað rekja aftur til frægra sviðsetninga þýska stórleikstjórans Max Reinhardts á öðrum áratug aldarinnar. Þessi túlkunarhefð beindi mjög sjónum að bölhyggju skáldsins, en sinnti lítt um þann undirfurðulega húmor sem einnig leynist hjá honum og fremstu Strindberg-leikstjórar Svía, menn eins og Olof Molander, Alf Sjöberg og Ingmar Bergman, kunnu að laða fram í sínum sviðsetningum. Held ég því fram, að þessi túlkunarhefð, sem féll vel í kramið á öld expressjónismans, hafi, þegar hér var komið sögu, ekki verið til þess fallin að gera leiki skáldsins aðlaðandi. Eg gagnrýni einnig túlkun aðalleikkvennanna, Guðbjargar Þorbjarnardóttur, sem lék Láru í Föðurnum, og Helgu Valtýsdóttur, sem lék Teklu í Kröfuhöfum, og leiði að því getum, að leikstjórinn hafi átt bágt með að fylgja eftir hinni svörtu mynd skáldsins af þeim. Getur hugsast að þessi niðurstaða mín um leikstjórn Lárusar hafi verið neikvæðari en svo, að um hana mætti fjalla í riti sem þessu? Ef einhver heldur að mér gangi hér til persónuleg viðkvæmni, þá er ekki svo. Auðvitað ætlast ég til þess, eins og aðrir fræðimenn, sem þykjast vinna verk sín af alvöru, að þeir, sem fjalla um efnið á eftir mér, taki afstöðu til þess sem ég hef skrifað með öðru en þögninni. Eg nefni þetta hér umfram allt vegna þess, að allvíða í Lárusarsögu Þorvalds er eins og skorti talsvert á krítíska fjarlægð andspænis viðfangsefninu. Höfundur hneigist til að taka afstöðu Lárusar og viðbrögð góð og gild, án þess endilega að reyna að skoða málið frá fleiri hliðum. Af því leiðir að Lárus birtist, einkum í síðari hluta sögunnar, fremur sem þolandi en gerandi, „more sinned against than sinn- ing“, svo ég leyfi mér að vitna í Shakespeare. Eg kem betur að þessu hér á eftir, en skal þó tilgreina eitt dæmi. Ég nefndi hér á undan óánægju Lárusar með þá ákvörðun Guðlaugs Rósinkranz að skipa sjálfan sig skólastjóra leik- listarskóla Þjóðleikhússins. Þorvaldur nefnir ekki launakröfu Lárusar sem að sögn Guðlaugs sjálfs í bréfi til ráðuneytisins haustið 1953 átti sinn þátt í því að hann ákvað að hafa þennan hátt á. Má vera að Þorvaldur hafi ekki kannað bréfasafnið nógu vandlega, til þess er aðeins eina vísun að finna í heimilda- skránni.16 Hafi hann látið það ógert, voru það mistök, því að gögn leikhúss-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.