Andvari - 01.01.2009, Qupperneq 136
134
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
um sínum af honum; þau rit er ekki heldur að finna í bókaskránni. Þetta er
sérlega einkennilegt hvað varðar ævisögu Árna, þar sem er að finna mjög
lifandi lýsingu á náminu í leikskóla Lárusar.14 Sjálfur hef ég ritað litla stúdíu
um feril Strindbergs-leikja í íslensku leikhúsi, þar sem Lárus kemur talsvert
við sögu.15 Ekki nefnir Þorvaldur þá ritsmíð heldur einu orði. í henni fjalla
ég ítarlega um tvær Strindberg-sýningar Lárusar í Þjóðleikhúsinu, Föðurinn
(1958) og Kröfuhafa (1964). Svo vel vill til að báðar sýningarnar voru hljóð-
ritaðar og fluttar í útvarp með sömu leikendum og á sviðinu. Eg notfæri mér
þessar hljóðritanir og ber mat mitt á þeim saman við það sem má lesa út úr
leikdómunum. Er kenning mín sú, að þessar uppfærslur hafi orðið til undir
áhrifum frá gamalli hefð og sýn á leiki Strindbergs sem menn hafa viljað
rekja aftur til frægra sviðsetninga þýska stórleikstjórans Max Reinhardts
á öðrum áratug aldarinnar. Þessi túlkunarhefð beindi mjög sjónum að
bölhyggju skáldsins, en sinnti lítt um þann undirfurðulega húmor sem
einnig leynist hjá honum og fremstu Strindberg-leikstjórar Svía, menn eins
og Olof Molander, Alf Sjöberg og Ingmar Bergman, kunnu að laða fram í
sínum sviðsetningum. Held ég því fram, að þessi túlkunarhefð, sem féll vel
í kramið á öld expressjónismans, hafi, þegar hér var komið sögu, ekki verið
til þess fallin að gera leiki skáldsins aðlaðandi. Eg gagnrýni einnig túlkun
aðalleikkvennanna, Guðbjargar Þorbjarnardóttur, sem lék Láru í Föðurnum,
og Helgu Valtýsdóttur, sem lék Teklu í Kröfuhöfum, og leiði að því getum,
að leikstjórinn hafi átt bágt með að fylgja eftir hinni svörtu mynd skáldsins
af þeim. Getur hugsast að þessi niðurstaða mín um leikstjórn Lárusar hafi
verið neikvæðari en svo, að um hana mætti fjalla í riti sem þessu?
Ef einhver heldur að mér gangi hér til persónuleg viðkvæmni, þá er ekki
svo. Auðvitað ætlast ég til þess, eins og aðrir fræðimenn, sem þykjast vinna
verk sín af alvöru, að þeir, sem fjalla um efnið á eftir mér, taki afstöðu til
þess sem ég hef skrifað með öðru en þögninni. Eg nefni þetta hér umfram
allt vegna þess, að allvíða í Lárusarsögu Þorvalds er eins og skorti talsvert
á krítíska fjarlægð andspænis viðfangsefninu. Höfundur hneigist til að taka
afstöðu Lárusar og viðbrögð góð og gild, án þess endilega að reyna að skoða
málið frá fleiri hliðum. Af því leiðir að Lárus birtist, einkum í síðari hluta
sögunnar, fremur sem þolandi en gerandi, „more sinned against than sinn-
ing“, svo ég leyfi mér að vitna í Shakespeare. Eg kem betur að þessu hér á
eftir, en skal þó tilgreina eitt dæmi. Ég nefndi hér á undan óánægju Lárusar
með þá ákvörðun Guðlaugs Rósinkranz að skipa sjálfan sig skólastjóra leik-
listarskóla Þjóðleikhússins. Þorvaldur nefnir ekki launakröfu Lárusar sem að
sögn Guðlaugs sjálfs í bréfi til ráðuneytisins haustið 1953 átti sinn þátt í því
að hann ákvað að hafa þennan hátt á. Má vera að Þorvaldur hafi ekki kannað
bréfasafnið nógu vandlega, til þess er aðeins eina vísun að finna í heimilda-
skránni.16 Hafi hann látið það ógert, voru það mistök, því að gögn leikhúss-