Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 60
58
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
tók mörg ár og leiddi til setningar grunnskólalaganna árið 1974, hafi
verið eitt mikilvægasta verkefnið í ráðherratíð Gylfa. Jón Torfi Jónasson
hefur eftir honum árið 1965, að „allt íslenska skólakerfið sé í endur-
skoðun, sé að endurskapast“ og segir síðan:
Um það bera næstu ár vitni. Margvíslegt þróunarstarf var unnið á ýmsum
skólastigum, skólarannsóknadeild ráðuneytisins var stofnuð, lagaramminn var
endurnýjaður, m.a. með lögum um iðnfræðslu 1966, bráðabirgðalögum um
framhaldsdeildir gagnfræðaskóla 1969, breytingu á lögum um menntaskóla
1970, lögum um Kennaraháskóla Islands 1971, ... 66
/ # #
Gylfi hlúði mjög að Háskóla Islands í ráðherratíð sinni og studdi hann
eftir megni. Ný lög um hann voru sett árið 1957 og aftur 1970. Jafn-
framt beitti hann sér fyrir auknum byggingaframkvæmdum og bættu
húsnæði skólans. Árið 1966 skipaði hann nefnd manna til að semja
áætlun um þróun háskólans næstu tuttugu árin. Var Jónas H. Haralz
formaður hennar. Skilaði hún vandaðri álitsgerð árið 1969, þar sem
meðal annars var lögð áherzla á eflingu rannsókna og námsgrein-
um fjölgað. í kjölfarið jukust verulega framlög ríkissjóðs til skólans.
Handritastofnun (síðar Stofnun Árna Magnússonar) var sett á laggirnar
árið 1962 og síðar komið fyrir í sérstakri byggingu, sem reist var fyrir
hana og kennslu í íslenzku og sagnfræði.
Þessu til viðbótar má benda á lagasetningu fyrir ýmsa sérskóla,
eins og Tækniskóla íslands (1963), Myndlista- og handíðaskóla íslands
(1965) og Fiskvinnsluskólann (1971). Þá var Kennaraskólanum breytt í
menntaskóla (1963) og síðan í háskóla (1971).
Mörgum finnst sem atbeini Gylfa í tónlistarmálum hafi skipt gríðarlega
miklu máli fyrir tónlistariðkun almennings og tónmenningu alla í land-
inu. Sigursveinn Magnússon segir um Gylfa látinn, að snemma í ráð-
herratíð sinni hafi hann hafizt handa um athugun á stöðu tónlistarmennt-
unar meðal landsmanna og haft frumkvæði um lagasetningu, er skyldi
tryggja henni fjárframlög úr sjóðum hins opinbera. Sigursveinn segir:
... Island var þá enn skammt á veg komið á þessu sviði. Gylfi taldi að skapa
þyrfti skilyrði til að gera tónlistarnám aðgengilegt fyrir alla, óháð efnahag
og búsetu. ... Lögin um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla sem sam-
þykkt voru á alþingi árið 1963 hafa valdið straumhvörfum í tónlistarmenntun
þjóðarinnar og verið forsenda fyrir þeim framförum, sem eru heyranlegar
hvarvetna í kringum okkur.67