Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 85
andvari
SÖGUHETJAN JÖRGEN JURGENSEN
83
vandar Gísli Konráðsson sagnaþulur Jörundi heldur kveðjurnar og yrkir fornt
og dýrt með hringhendu:
Hundadaga hilmir vendi,
hingað norður grýtta storðu,
krafðist jóa, sterta stýfði,
strákahirð á teknum fákum,
báru söx og spennta spora,
spreytingslegir svikamegir
asnahausar flónskufrosnir
fundu mergð þá sundurgera.
Þessi skáld festa sig sem sagt meira við að Jörundur lét stýfa skítug hrosstögl-
in en að hann reyndi að bæta hag landsmanna.
En víkjum að Jörundi sjálfum. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir að hann
sinnti ævintýralegu líferni af umtalsverðum ákafa, þá gaf hann sér tíma til
að láta eftir sig allmikið af frásögnum og öðrum ritverkum; hann leit á sig
sem mann pennans og framfleytti sér öðru hverju á því að hann var betur
pennafær en flestir í hans umhverfi hverju sinni og hvar það annars var.
Ber þar hæst sjálfsævisögu hans, sem út kom skömmu fyrir dauða hans og
nefndist „A Shred of Autobiography, containing various Anecdotes, Personal
and Historical, Connected with these Colonies“, gefin út i tveimur bindum,
1835 og 1838 í Hobarts Almanack, VanDiemens land sem er Tasmanía í dag.
Þessi bók kom nýlega út í danskri þýðingu. Hins vegar hafði komið út 1891
endurskoðuð gerð, ritstýrð af manni að nafni James Francis Hogan og byggð
á handriti í British Museum, fyrst á ensku og svo þýdd á dönsku og er danski
titillinn svohljóðandi, mér finnst hann enn skondugri á dönsku en á ensku:
En deporteret Konge eller Beretning om J0rgen Jiirgensen, Konge af Island,
Sdkaptejn, Revolutionist, Britisk diplomatisk Agent, Skribent, Dramatisk
Eorfatter, Præst, Statsfange, Spiller, Hospitals-Assitent, Fastlands-Rejsende,
Opdager, Udgiver, Landsforvist og Politibetjent. Sem sagt fullkomið efni
í einnota jólabók á íslandi. Ævisaga Jörundar kom út í íslenskri þýðingu
Trausta Ólafssonar 1974. En ég get ekki stillt mig um af þessu tilefni að nefna
fleira.
Eg nefni fyrst ævisöguna, af því að fræðimenn hafa þóst taka eftir því að
Jörundur fer frjálslega með staðreyndir í þessari sögu sinni. En með nokkrum
retti má hann líta á sig sem rithöfund. í British Museum eru ýmsar ritgerðir
sem eiga að vera vitsmunalegar úttektir, t.d. í trúarefnum eða pólitík, en líka
tvær ævintýrafrásagnir. Önnur um upplifanir einhvers Thomasar Walters, a
>'elative, skrifuð í fangelsi by a friend, og lýsir ferð þessa manns í loftbelg til
öorealia; ísland kemur þar við sögu og nefnist Northland. Sá ég ekki betur
en Walter verði konungur á Northland og hafi bláan fána with stockfish on,