Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 151
ANDVARI
HAMLET ÍSLENSKRAR LEIKLISTAR?
149
Eitt af fyrstu verkum hins nýskipaða þjóðleikhússtjóra var að auglýsa eftir
leikurum. Alls sóttu 28 manns um stöðurnar, en fjórtán voru fastráðnir. Lárus
var ekki í hópi umsækjendanna. í Lárusarsögu kemur fram, að til þess var
hann of stoltur; honum fannst að leikhússtjórinn ætti að leita til sín, en ekki
öfugt. Hann er auðsæilega í miklu uppnámi út af þessu sumarið 1949, en
gefst að lokum upp. Þegar útséð var um að fjallið kæmi til Múhameðs, varð
Múhameð að koma til fjallsins. Lárus varð að brjóta odd af oflæti sínu og
óskaði eftir fundi með Guðlaugi. Á þeim fundi var gengið frá ráðningu hans
til leikhússins. í aðra röndina virðist Guðlaugur hafa haft gaman af því að
auðmýkja Lárus, að minnsta kosti ritar Haraldur Björnsson í dagbók sína, að
Guðlaugur hafi sagt sér að nýi starfsmaðurinn „hefði verið hinn auðmjúkasti
og gengið að öllu.“61 Haraldur hafði verið kjörinn fulltrúi leikara í þjóðleik-
húsráði og var því í aðstöðu til að fylgjast með að tjaldabaki. Þeir Guðlaugur
og Haraldur hafa greinilega verið í góðu talsambandi á þessum tíma, þó að
það ætti síðar eftir að breytast. En Lárus hafði beðið sinn fyrsta ósigur í glím-
unni við Guðlaug Rósinkranz.
Þrautaganga í Þjódleikhúsi
Þeir áttu eftir að verða fleiri, ef marka má frásögn Þorvalds. Hjá L.R. hafði
Lárus getað ráðið miklu um verkefni sín, en það breyttist nú, eftir að hann
var orðinn undirmaður Guðlaugs Rósinkranz. Guðlaugur hafði að sjálfsögðu
endanlegt vald bæði yfir verkefnavali og ráðningu leikara og leikstjóra og er
erfitt að segja með vissu, hversu mikil áhrif þeir þrír menn, sem verða aðal-
leikstjórar hússins við stofnun þess, Lárus, Indriði og Haraldur, gátu haft á
val verkefna.
Þorvaldur telur orð Lárusar í bréfum, einkum til Tiemroths, sýna að hann
hafi talið sig þar næsta áhrifalítinn.62 í bréfi, sem hann ritar vini sínum 22.
febrúar 1951, á fyrsta starfsári leikhússins, hefur hann þung orð um stjórn
þess, talar um stefnuleysi og segir að jafn hversdagslegt orð og „repertoire“
sé ekki hægt að nota um starfsemina, „’það er allt of hefðbundið - hreinlega
gamaldags - til að standa undir því hugtaki’ sagði hann og bætti við: „Hr.
Pálsson vildi helst sjá hr. Rósinkranz og alla hans aulalegu og barnalegu ráð-
gjafa hengda - og nennir brátt ekki lengur að taka þátt í leiknum.“63 Hann
dreymdi jafnvel um að halda utan til Norðurlanda og hasla sér þar völl sem
leikstjóri, en var greinilega ekki tilbúinn til að stíga svo áhættusamt skref.
Olíkt þeim Þorsteini Ö. Stephensen og Brynjólfi Jóhannessyni, sem hvorugur
réði sig til Þjóðleikhússins, hafði hann engin önnur störf upp á að hlaupa og
gat því ekki leyft sér að halla sér að Leikfélagi Reykjavíkur, líkt og þeir. Sú
leið var lokuð manni með jafn þungt heimili og Lárus; þó að þau „Systa“