Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Síða 152

Andvari - 01.01.2009, Síða 152
150 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI ættu aðeins eitt barn, var hún eyðslukló og þurfti oft að fara utan til að leita sér lækninga. Þorvaldur lýsir stöðu Lárusar á þessum tímamótum með eftirfarandi orðum: „Hann kom hvergi fram í fyrstu sjö sviðsetningum vetrarins [þ.e. 1950-51. Innsk. JVJ] og stóð frammi fyrir þeirri staðreynd að möguleikar hans til áhrifa voru minni nú en nokkru sinni fyrr. Þegar hann beitti sér var það oftar en ekki til að andmæla og gagnrýna áform annarra eins og sagan af þýðingum Indriða Einarssonar sýnir. Þetta var ólíkt því sem verið hafði í Iðnó. í starfi sínu með Leikfélagi Reykjavíkur valdi hann ævinlega þá leið að sýna listrænan vilja sinn í verki en hafa lágt um skoðanir sínar á verkefnum og vinnubrögðum félaganna ef honum hugnuðust þau ekki. Nú voru erjurnar uppi á borði.“64 Þorvaldur telur að einangrun Lárusar verði varla skýrð nema á einn veg: þar hafi farið saman „andi kalda stríðsins og óttinn við fagmennsk- una.“65 Einnig hér má vera, að Þorvaldur einfaldi málin nokkuð, sé of viljugur til að túlka þau frá sjónarhóli Lárusar. Hafi samskipti Lárusar og Guðlaugs verið erfið, einkum framan af, þá þarf það ekki að öllu leyti að hafa verið sök Guðlaugs. Staða Guðlaugs Rósinkranz var sannarlega ekki auðveld. Hann stóð frammi fyrir því risavaxna verkefni að byggja upp flókna stofnun sem átti sér engin fordæmi á íslandi. Hann vissi vel að þetta myndi aldrei takast, ef honum tækist ekki að skapa sæmilegan starfsfrið innan hússins. Hann þurfti að geta stýrt leikhúsinu með festu, án þess að einangrast og missa tengslin við starfsliðið. Þennan vanda leysti Guðlaugur með því að gera bandalag við Indriða Waage. Börn Indriða, Kristín og Hákon, hafa fullyrt í samtali við mig að Guðlaugur hafi framan af leitað mjög til föður þeirra eftir ráðgjöf; Indriði hafi oft setið við símann heima hjá sér og rætt við leikhússtjórann löngum stundum. Hvort sem Indriði var líklegur til að hafa heilladrjúg áhrif á verk- efnaval og listræna stefnu hússins, þá var þetta hyggileg ráðabreytni. Indriði hafði ekki att kappi við Guðlaug um leikhússtjórastöðuna, hann hafði afar góð tengsl við eldri leikarana og var ugglaust langþjálastur þremenninganna í samskiptum. Haraldur var elstur þeirra og hafði tæpast margt nýtt til mála að leggja, þegar hér var komið sögu, auk þess sem hann naut aldrei sömu virð- ingar sem leikstjóri og yngri mennirnir. A samband Indriða við Olaf Thors, einn helsta valda- og áhrifamann þjóðfélagsins, hefur áður verið minnst. Vilhjálmur Þ. var sjálfstæðismaður og því má segja að þarna hafi myndast ákveðin blokk sem endurspeglaði hina pólitísku valdaskiptingu milli Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks. í leikhúsinu voru kommarnir einfaldlega settir til hliðar. Kratarnir hafa varla haft neitt á móti því. Engu að síður var fjarri því, að Lárusi væri ýtt út í horn. Vera má að honum hafi fundist hann vera vannýttur sem leikari á fyrsta starfsári Þjóðleikhússins,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.