Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 107
andvari
SÁLFRÆÐI HANNESAR ÁRNASONAR PRESTASKÓLAKENNARA
105
Hann og Grundtvigsmenn af ýmsum toga höfnuðu röklegri biblíugagnrýni og
skynsemishyggju sem leið trúarinnar.71 Framhyggjumenn (pósitífistar) réð-
ust hins vegar að hughyggjunni sakir þess að þeir höfnuðu öllum andlegum
óáþreifanlegum gildum og fyrirbærum. Með þróunarhyggju Spencers þyngd-
ust lóð empirískra vísinda enn frekar, en frumspekileg rök þóttu æ léttvægari.
Áhrif hughyggju dvínuðu því mjög á meginlandi Evrópu um miðja 19. öldina
en jukust þó tímabundið fram yfir aldamótin 1900 í Englandi með hughyggju
Bradleys (1846-1924). Ein ástæða þess var trúvörn,72 því hegelianisminn sem
slíkur er alls ekki ósamrýmanlegur kristinni trú,73 þó svo að ákveðnar greinar
hans, svo sem marxismi, séu í heitri andstöðu við öll trúarbrögð. En eftir alda-
mótin 1900 er hughyggju Hegels víðast hvar hafnað. Þorsteinn Gylfason sem
lærði og kenndi rökgreiningarheimspeki 20. aldar74 kallar hana „marklaust
rugl“ og „hyldýpi heimsku og vanþekkingar“.75
Sálfræði Hannesar
Líkt og áður hefur verið rakið þróaðist sálfræðin þannig að hún greindist
úr heimspekinni yfir í sérstaka grein tilraunavísinda sem varð æ ótengdari
heimspekilegum rökum, hvað þá þeim hinstu rökum lífsins sem guðfræðin
veitir innsýn í. Meðan formgerðarhyggjan, sem fjallar um það hvernig hlutir
eru, var við lýði mátti enn beita heimspekilegum og guðfræðilegum rökum
og ályktunum. En er starfshyggjan, sem fjallar um það hvernig hlutir breytast,
ýtti henni til hliðar um aldamótin 1900 með sálfræðingum eins og Haraldi
Höffding (1843-1931) og William James (1842-1910) urðu skilin alger í huga
rnargra. Til marks um það er yfirleitt sagt að James hafi „yfirgefið sálfræð-
ina“ þegar hann snéri sér í meiri mæli að heimspeki. Þessi þróun á tengslum
sálfræðinnar við aðrar fræðigreinar er ótrúlega hröð.76 Rofin frá guðfræði
verða að mestu frá 1880-1900.77
Nútímasálfræði er eignuð Wundt árið 1879, en það er einmitt andlátsár
Hannesar Árnasonar. Því er ekki hægt að telja Hannes sálfræðing í þeirri
merkingu. Hann var, líkt og Sibbern, guðfræðingur og heimspekingur af
meiði dönsku hughyggjunnar78 og studdist við rit Sibberns79 í fyrirlestrum
sínum. Fyrirlestrar Hannesar eru þó fjarri því að vera hrein endursögn. Víða
er vitnað með fyrirvara í Sibbern og annarra sjónarmiða getið. Þá er greinilegt
hvað Hannes er hugfanginn af „hinum gömlu“ eða „fornmönnunum“, en þar
á hann við klassísku grísku heimspekingana, Sókrates, Plató og Aristóteles
°g er óspar á tilvitnanir í Rómverjann Cicero. Þessar tilvitnanir eru iðulega á
grísku og latínu sem allir menntamenn kunnu á þessum tíma. „Hinir gömlu“
eru ekki bara kennimenn, heldur eiga þeir einnig að vera okkur fyrirmynd í
daglegri breytni. Þá vísar Hannes óspart í yngri heimspekinga sem enn eru