Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 177

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 177
ANDVARI FRÁ BÖRNUM AMTMANNSINS Á EINBÚASETRINU 175 hennar frá æskuárum höfðu rætzt. Hún gat gifzt til fjár. Henni féllu ekki glaumgosar. Hún minntist þess í dagbók sinni 28. nóvember 1839, að góðvin- ur hennar, Karl Gísli Gunnar Simonsen, átti afmæli þann dag. Það er naum- ast goðgá að rifja upp hugleiðingar hennar: Nína virðist telja sig hafa verið heitbundna honum, en treysti sér ekki til að eiga hann, einkabarnið, spillt af eftirlæti, en biður guð, að hann verði „ellistoð og huggun“ móður sinni. Hinn 16. júlí hafði hún vikið að sama efni og skrifaði: „Alvarlegur, skyn- samur og svolítið þunglyndur maður hefur alltaf fallið mér betur í geð.“ Hann virðist ekki hafa orðið á vegi Nínu, leiddi að minnsta kosti ekki til hjúskap- ar. Hún gekk ein saman götuna á enda; eignaðist að vísu trölltryggan vin, aðdáanda og sálufélaga, sem Didriksen hét, giftan búgarðseiganda. Oljóst er, hvar og hvernig kynni tókust með þeim. Nina er roskin, þegar tæpt er á þess- um kynnum í bréfum systkina. Didriksenshjónin voru barnlaus og sambúðin stirð, að sögn Emilíu. Didriksen óðalsbóndi bauð Nínu stundum til dvalar á búgarði sínum. Þegar Nína gat ekki lengur séð sér farborða vegna sjóndepurðar, fékk hún leigulaust húsnæði á „vegum Mundtsstofnunar í Viktoríugötu 20 í Kaupmannahöfn“. Mundt styrkti m.a. dætur embættismanna, sem erfitt áttu uppdráttar, með sjóðstofnun. Hann var æskuvinur Gríms amtmanns; síðast borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Mundt ráðstafaði mestum hluta eigna sinna til hjálparstofnana.36 Grímur hafði falið honum og Finni Magnússyni að sjá til með fjölskyldunni. Hvað sem um þetta er, undi Nína vel lífinu og átti, þegar hún flutti inn í íbúðina við Viktoríugötu 20, nær þrjá áratugi ólifaða. Hún átti víða vinum að mæta meðal íslendinga. Hildur Jónsdóttir frá Grenjaðarstöðum, ekkja Páls læknis Þorbergssonar, síðar kona Jakobs Johnsens (,,Húsavíkur-Johnsens“), reyndist henni vel. Hún batt ævilanga vináttu við börn Gríms amtmanns. Emilía Meyer og Jón bróðir Þóru gengu í hjónaband 1867, höfðu þá þekkzt í meira en tuttugu ár. Ekki áttu hinar slæmu hjónabandslýsingar Emilíu við um hjúskap þeirra, sem var einkar farsæll. Við giftinguna styrktust enn vina- tengslin við fjölskyldu Gríms. Emilía leit á Nínu, Gústu og Þóru sem kærar systur sínar. 011 skyldmenni Jóns og vinafólk varð henni nátengt, hvort sem það var búsett á íslandi eða í Danmörku. Hérlendis dvaldist hún tvívegis. Um þetta leyti fór Jón að skrifa undir kunningjabréf: Jón grái. Hann var mjög bjarthærður sem barn og snemma nánast hvíthærður. Má og vera, að landar í Höfn hafi líka nefnt hann svo til aðgreiningar frá öðrum Jónum.37 Þegar Emilía sótti ísland heim hið fyrra sinnið, haustið 1862, skrifaði Jón systur sinni með henni og getur þess, að hún hafi orðið fyrir sárum ástvina- missi, ... „den sjældne Pige, uagtet at hun i Löbet af faa Aar har oplevet fire smertelige Dödsfald“. Jón áttaði sig bezt á, hvern hug hann bar til Emilíu, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.