Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 165
KRISTMUNDUR BJARNASON
Frá börnum amtmannsins á
Einbúasetrinu
I
Oft voru börn Gríms amtmanns Jónssonar nefnd til sögu í bókinni
Amtmaðurinn á Einbúasetrinu, er kom út árið 2008. Hér verður brugðið upp
svipmyndum úr lífi þeirra, sem upp komust, Rikku (Friðriku), Nínu (Jónínu),
Gústu ( Ágústu), Þóru, Jóns og Júlíusar. Börnin voru öll á vegum móður sinn-
ar, Birgittu Johnsson, í Kaupmannahöfn.
Eftir lát Gríms amtmanns, 7. júní 1849, voru Þóra og Gústa vegalausar á
Möðruvöllum, en þær höfðu verið í sumarleyfi hjá föður sínum. Þær ætluðu
að sigla eins fljótt og við yrði komið til Kaupmannahafnar.
Föðursystir Gústu og Þóru, Ingibjörg Jónsdóttir á Bessastöðum, skrifaði
þeim síðsumars og bauð þeim vetrarvist, bjóst samt varla við, að þær þekktust
boðið.1 Sú varð þó raunin, enda var áliðið sumars, er þær höfðu rækt skyldur
sínar við dánarbúið.2
Þær systur þurftu á margs konar hjálp að halda til að koma föður sínum
í grafarrúmið með sómasamlegum hætti. Peninga áttu þær ekki og engir
voru í dánarbúinu. Síra Jón Thorlacius, sem Grímur hafði stutt í hjúskapar-
málum, og Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni3 greiddu útfararkostnaðinn til
bráðabirgða.
Systurnar þurftu að vera við uppskrift og virðingu búsins; framvísa munum.
Matið fór fram dagana 28. og 29. júlí. Virðingarmenn voru Ari umboðsmaður
Sæmundsen ásamt Jóni Flóventssyni fyrrverandi hreppstjóra. Fyrir ekkjunnar
hönd var Þórður Jónasson, settur amtmaður, en fyrir fimm ómyndug börnin
Eggert Jónsson læknir, hann var einnig fyrir hönd hins mynduga erfingja,
Jóns. Allt átti að fara undir hamarinn; sumir gripir þeim kærir. Uppboðið
var haldið 23. ágúst þar á staðnum. Margt var eigulegra muna, sem sjaldséðir
reyndust í sveitum. Állt fór undir hamarinn.4 Skiptamálinu var haldið áfram
hérlendis og erlendis, skuldakröfur metnar og reyndist ljóst, að dánarbúið
átti ekki fyrir skuldum.5 Málið fór fyrir landsyfirrétt. Grími höfðu verið
ofgreidd embættislaun um 463 rd., sem trúlega var fyrirframgreiðsla, auk
þess voru ógreiddir „bréfburðarpeningar“, nokkrir dalir, og nafnbótarskatt-
ur, rífir 37 rd., er Grímur mun jafnvel ekki hafa ætlað sér að greiða, því að