Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 69
andvari
GYLFI Þ. GÍSLASON
67
apríl tók Gylfi við Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða úr hendi
danska menntamálaráðherrans við hátíðlega athöfn í Reykjavík.
Þrem árum síðar, hinn 28. júlí 1974, kom nýkjörið Alþingi saman til
fundar á Þingvöllum í tilefni af 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Þá var
Gylfi Þ. Gíslason kosinn forseti þingsins og kom það ýmsum á óvart,
því að Alþýðuflokkurinn átti ekki aðild að ríkisstjórn Ólafs Jóhannes-
sonar, er þá sat, og hafði auk þess fengið slæma útreið í kosningunum
30. júní. Töldu ýmsir að með kjöri hans vildi Ólafur Jóhannesson,
forsætisráðherra, stuðla að því að Alþýðuflokkurinn gerðist aðili að
næstu ríkisstjórn, svo sem reyndar kom fram í þingsetningarræðu hans
á næsta flokksþingi Framsóknarflokksins. Gylfi hafnaði því hins vegar
í viðtali við Alþýöublaöiö.
Hér er sú tilgáta sett fram, að með kjöri hans í embætti Alþingis-
forseta á Þingvallafundinum hafi Alþingi viljað þakka honum og heiðra
fyrir forystu hans um heimkomu handritanna.
Einn merkasti forystumaður Alþýðuflokksins
Gylfi Þ. Gíslason var kjörinn varaformaður Alþýðuflokksins árið 1966,
er Guðmundur í. Guðmundsson dró sig í hlé vegna heilsubrests, og
síðan formaður 1968, er Emil Jónsson baðst undan endurkjöri, og var
það síðan allt til 1974. Þar áður hafði hann verið ritari flokksstjórnar
(miðstjórnar og framkvæmdastjórnar) árin 1946-1966. Hann var alltaf
einróma kjörinn til þessara trúnaðarstarfa, að bezt er vitað, og rækti þau
með ágætum, eins og fundargerðirnar eru skýr vottur um. Formaður
þingflokksins var hann 1968-1978. Hann var þvf í fremstu forystu-
sveit flokksins í 28 ár og axlaði þess vegna þunga byrði. Flokkurinn
var stundum bónfrekur og gerði miklar kröfur til hans, en starfsorku
hans virtust engin takmörk sett. Hann var einstaklega bóngóður og ætíð
yar hann reiðubúinn til að taka að sér hin margvíslegustu störf fyrir
flokkinn og flokksfélögin, stór og smá. Jafnframt bera stjórnmálastörf
hans þess glöggt vitni að hann gaf þeim allan þann tíma sem þau
þurftu.
Urslitin í þingkosningunum 1971 og aftur 1974 voru mjög óhag-
stæð fyrir Alþýðuflokkinn og leiddu óefað til þess að Gylfi ákvað að
láta af þingmennsku 1978, þá 61 árs að aldri. Þó voru uppi raddir í
Alþýðuflokknum um að hann ætti að halda áfram, og óskað var eftir