Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 56
54
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Allt er þetta rakið hér sakir þess, að samningar þessir fjölluðu um
einhver mikilvægustu hagsmunamál Islendinga í efnahags- og við-
skiptamálum á 20. öld, auk þess sem þeir treystu sess þjóðarinnar meðal
vestrænna þjóða. Verður gildi þeirra því vart ofmetið. Undirbúningur
og forysta um farsæla lausn þeirra mála voru í höndum Gylfa og verður
ekki annað sagt, að fenginni reynslu, en þar hafi svo vel tekizt til sem
frekast mátti vænta.
Meðferð innlendra bankamála samræmd og styrkt
í viðreisnarstjórninni voru Gylfa fengin bankamálin til meðferðar,
en þó ekki málefni Búnaðarbanka íslands, Framkvæmdabankans og
Iðnaðarbanka íslands hf., sem aðrir ráðherrar fóru með. I Viðreisnar-
árunum bendir Gylfi á, að menn hafi „sérstaklega haft í huga, hversu
mjög hafði á það skort í kjölfar gengisbreytingarinnar 1950, að þau [þ.e.
peningamálin] 1949-1950 væru tekin föstum tökum, er gerð var tilraun
til að koma á nútímalegri hagskipan hér á landi. Auk þess hefði seðla-
bankadeild Landsbanka íslands alls ekki haft nægilega traust tök á pen-
ingamálunum, meðan hún fór með þau. í vinstristjórninni 1956-1958
höfðu bankamálin verið í sameiginlegri forsjá stjórnarinnar allrar, án
þess að það gæfi góða raun.
Gylfi kveður viðreisnarstjórnina hafa lýst yfir því, „að gripið yrði
til ráðstafana í peningamálum til þess að stöðva áframhaldandi pen-
ingaþenslu. Að fenginni reynslu liðinna ára taldi stjórnin það eitt
mikilvægasta verkefni sitt að koma á styrkri peningastjórn, enda sýndi
reynslan að vöntun á henni hefði oftar en einu sinni staðið efnahags-
stjórninni fyrir þrifum. Lögð var áherzla á, að útlán bankakerfisins
yrðu ekki meiri en svaraði til þeirrar eðlilegu sparifjármyndunar,
sem þar ætti sér stað.“61 Stjórnin ákvað því að stofnsetja Seðlabanka
Islands, er skyldi hafa forsjá og yfirumsjón með peningamálunum í
landinu, í samráði við ríkisstjórnina. Nú fékk hún nýtt upphaf, bæði
með stofnun Seðlabankans og því umboði, sem Gylfi fékk í banka-
málunum.
Það er alveg ljóst, að Gylfa var ekki fengið boðvald yfir bönkunum,
það var í hendi bankaráða og bankastjóra, þótt með ýmsum hætti hafi
verið. Hins vegar öðlaðist hann ótvírætt áhrifavald í veigamiklum mál-
efnum þeirra. Hann fylgdist með fjármálum þeirra í umboði Alþingis