Andvari - 01.01.2009, Síða 64
62
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
sóknamál. Starfssviðið var svo víðtækt að erfitt er að gera því skil í
stuttu máli, enda voru fimm sérlög í lagabálkinum um starfsemi jafn
margra rannsóknastofnana á sviði hafrannsókna, fiskiðnaðar, landbún-
aðar, iðnaðar og byggingariðnaðar. Hugsunin að baki þessari löggjöf
var sú, að sameina alla viðleitni og ná sem mestri einbeitingu í rann-
sóknum í þágu atvinnulífsins og þjóðarinnar, þannig að efni væru
gernýtt og árangur yrði sem mestur. Frumvarpið var samþykkt og í
kjölfarið hóf Rannsóknarráð ríkisins starfsemi sína.
Þegar litið er á alla þessa lagasetningu í heild verður ljóst, að á aðeins
átta árum flutti Gylfi þrjú lagafrumvörp, sum margþætt, er hann fékk
samþykkt, um mikilvæga rannsókna-, vísinda- og menningarstarfsemi
á veigamiklum þjóðfélagssviðum í landinu, sem þar með færðist öll í
endurnýjun lífdaganna. Þessi mál eru sjaldnast skoðuð í heild, en ef það
er gert sést glöggt hvert stórvirki hér var unnið og hverja þýðingu það
hafði fyrir þjóðina.
Handritamálinu beint í nýjan farveg
Gylfi Þ. Gíslason hefur sagt frá því, að þegar hann settist í stól mennta-
málaráðherra sumarið 1956 hafi hann látið það verða eitt fyrsta verk sitt
að fá ríkisstjórnina til að fallast á, að samningaviðræður yrðu hafnar
á nýjan leik um endurheimt íslenzku handritanna frá Kaupmannahöfn.
Hafði málið þá verið í ládeyðu um tveggja ára skeið. Er svo að sjá sem
stjórnin hafi samþykkt tillögu hans og honum verið falið að vinna að
framgangi þess.71 Það hafði um langt skeið verið í verkahring utanrík-
isráðuneytisins, þess vegna hafði sendiráðið í Kaupmannahöfn lengi
unnið að lausn þess, og sú skipan stóð áfram. En vitaskuld hefur Gylfa
verið falin meðferð þess með samþykki utanríkisráðherra, Guðmundar
í. Guðmundssonar, og það verið áfram í höndum þess ráðuneytis, þótt
menntamálaráðuneytið hafi líka látið það til sín taka. En með þessari
breytingu á forræði málsins urðu mikil tímamót í meðferð þess og jafn-
framt var hún stjórnsýslulega harla sérstæð. Verða því nú gerð nokkur
skil.
Telja má víst að við stofnun lýðveldisins árið 1944 hafi handritamálið
sjálfkrafa verið í hendi forsætisráðherra, eins og mörg önnur mál, sem
vörðuðu samskipti og uppgjör Danmerkur og íslands. En það virðist
fljótlega hafa farið úr höndum forsætisráðuneytisins og verið eftir það