Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 32
30
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
1929 og á fjórða áratugnum hefði atvinnuleysið verið mesti bölvaldur-
inn. Atvinnufyrirtækin hefðu ekki getað komið í veg fyrir kollsteyp-
una 1929 og risu ekki úr rústum af sjálfsdáðum. Ríkisvaldið yrði þess
vegna að láta vandann til sín taka og beita sér fyrir víðtækum og mann-
frekum atvinnuframkvæmdum. Við slíkar aðstæður yrði það einnig
að leggja sérstaka áherzlu á að efla hag hinna verst settu, þar á meðal
öryrkja og aldraðra, enda myndi það skila sér undraskjótt í bættum
þjóðarhag.
John Maynards Keynes olli straumhvörfum í hagfræði með bók
sinni, General Theory of Employment, Interest and Money (ísl. Altœka
kenningin um atvinnu, vexti og peninga), sem birtist árið 1936. í henni
andmælti hann þeim viðteknu viðhorfum, að í kreppu sæi hin ósýnilega
hönd markaðarins farsællega um að eyða almennu atvinnuleysi og koma
atvinnu- og efnahagslífi á rétt ról, svo sem Adam Smith hafði boðað og
þeir síðan hver af öðrum, Ricardo, Mill, Marshall og margir fleiri.
Kenningar Gunnars Myrdal og John Maynard Keynes höfðu geysi-
mikil áhrif á frjálslynda og vinstrisinnaða stjórnmálamenn, austan hafs
og vestan, og áttu sinn stóra þátt í því, að ríkisstjórnir ýmissa Vestur-
Evrópulanda (t.d. Svíþjóðar) tóku að beita úrræðum þeirra til lausnar
á vandamálum samfélagsins. Vafalaust er, að Gylfi hefur kynnt sér vel
boðskap þeirra á námsárum sínum ytra og síðar og auðsæ eru áhrif
þeirra í stjórnmálastörfum hans á þeim áratugum, sem í hönd fóru.
Má í því sambandi benda á það umfangsmikla samkomulag, er við-
reisnarstjórnin, verkalýðssamtökin og samtök vinnuveitenda gerðu með
sér í ársbyrjun 1969, um viðnám gegn atvinnuleysinu og stuðning við
atvinnulífið. Fól það í sér öfluga íhlutun ríkisvalds og sveitarfélaga því
til eflingar. Eflaust hefur hann átt stóran þátt í því átaki ásamt þeim
Bjarna Benediktssyni og Jóhanni Hafstein, en þeir þrír höfðu forystu
um framgang þess af hálfu stjórnarinnar. Það var alfarið í samræmi við
kenningar þeirra Keynes og Myrdal.
A Norðurlöndum höfðu tveir forsætisráðherrar jafnaðarmanna gert
hugsjónina um folkhemmet að áhrifaríku og mikilvægu markmiði í
stjórnmálabaráttunni. Skyldi hver þjóð fyrir sig taka höndum saman
innbyrðis um endurreisn og uppbyggingu atvinnulífsins, til að tryggja
almenna velsæld og frið innan vébanda sinna.