Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 111
andvari
SÁLFRÆÐI HANNESAR ÁRNASONAR PRESTASKÓLAKENNARA
109
Af bréfaskriftunum við sinn gamla nemanda Eirík Magnússon má ráða að
Hannes hefur verið ákaflega nákvæmur og ákveðinn maður. Mörg bréfanna
snúast um úr sem Hannes fékk Eirík til að kaupa fyrir sig erlendis. Ganghraði
þess reyndist rangur er hann fékk það í hendur og Hannes vildi fá að skila því
vegna þessa. Úrsmiðurinn vildi hins vegar leysa málið með stillingu á úrinu
og eftir allnokkur bréfaskipti baðst Eiríkur auðmjúklegrar afsökunar á því hve
illa hann hefði reynst Hannesi í málinu, því ekki var unnt að skila úrinu.
í bréfaskiptunum við Jón Sigurðsson kemur fram hve vel Hannes reyndist
fjölskyldu Jens, bróður Jóns Sigurðssonar, við sviplegt fráfall hans, en Hannes
og Jens voru samkennarar og nánir vinir. Fjölskyldan var fátæk og Hannes
hljóp undir bagga með henni og kom drengjunum í nám. Það er eftirtektarvert
að í þessum bréfúm eru jafningjar að ræðast við og Hannes hvetur Jón til að
sækja um rektorsembætti Lærða skólans.
Það er aðeins eitt bréf varðveitt frá Konráði Maurer til Hannesar og það
er fræðilegs eðlis. Vitað er að Hannes og Konráð hittust á íslandi,110 en ekki
hefur verið kunnugt um bréfaskipti þeirra. Öll gögn Konráðs Maurer eru
varðveitt og það væri fróðlegt að athuga bréfaskipti þeirra sérstaklega.
Nokkuð er til af gögnum um Hannes á Þjóðskjalasafni íslands, en þau
dreifast víða og eru sundurlaus. Eins eru heimildir frá samtímamönnum
Hannesar fáar.
Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1826-1907) var samtíða Hannesi
Árnasyni í Kaupmannahöfn og sameiginleg fróðleiksást tengdi þá þó svo að
nokkur aldursmunur væri á þeim. í Dœgradvöl segir Benedikt frá kynnum
sínum af Hannesi.111 Þar kemur fram að hann hafi átt öll rit Hegels auk bóka
eftir Kant og Fichte, Aristóteles og Plató og fleira þess kyns.11- Benedikt ritar
um margt hlýlega og af virðingu um Hannes, en það gerði hann alls ekki
um alla samtímamenn sína. Þorsteinn Gylfason furðar sig einmitt á því hvað
Hannes sleppur vel frá „öðru eins meinhorni".111
Benedikt var arftaki Hannesar í Lærða skólanum. Með hliðsjón af því
að Hannes lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að gera hluti sem voru Benedikt
anddrægir,114 er eftirtektarvert að hann fer engum hnjóðsyrðum um kennslu
Hannesar. Hefði hún verið ámælisverð hefði það sennilega komið fram,
því Benedikt Gröndal var næmur og fundvís á það sem betur mátti fara hjá
Öðrum.
Pétur Pétursson (1808-1891) var forstöðumaður Prestaskólans frá upphafi
°g þar til hann varð biskup 1866. Hann lýsir Hannesi á einkar jákvæðan hátt
í prófbók Prestaskólans 25. maí 1853:
■.. hann hafi rækt kennslu sína með stakasta dugnaði og árvekni, enda sé hann þrunginn
af lifandi áhuga fyrir vísindagrein sinni, hafi til að bera sérlega og yfirgripsmikla
þekkingu í henni, eins og öllum sé kunnugt, og hafi góða framsetningargáfu og