Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2009, Side 111

Andvari - 01.01.2009, Side 111
andvari SÁLFRÆÐI HANNESAR ÁRNASONAR PRESTASKÓLAKENNARA 109 Af bréfaskriftunum við sinn gamla nemanda Eirík Magnússon má ráða að Hannes hefur verið ákaflega nákvæmur og ákveðinn maður. Mörg bréfanna snúast um úr sem Hannes fékk Eirík til að kaupa fyrir sig erlendis. Ganghraði þess reyndist rangur er hann fékk það í hendur og Hannes vildi fá að skila því vegna þessa. Úrsmiðurinn vildi hins vegar leysa málið með stillingu á úrinu og eftir allnokkur bréfaskipti baðst Eiríkur auðmjúklegrar afsökunar á því hve illa hann hefði reynst Hannesi í málinu, því ekki var unnt að skila úrinu. í bréfaskiptunum við Jón Sigurðsson kemur fram hve vel Hannes reyndist fjölskyldu Jens, bróður Jóns Sigurðssonar, við sviplegt fráfall hans, en Hannes og Jens voru samkennarar og nánir vinir. Fjölskyldan var fátæk og Hannes hljóp undir bagga með henni og kom drengjunum í nám. Það er eftirtektarvert að í þessum bréfúm eru jafningjar að ræðast við og Hannes hvetur Jón til að sækja um rektorsembætti Lærða skólans. Það er aðeins eitt bréf varðveitt frá Konráði Maurer til Hannesar og það er fræðilegs eðlis. Vitað er að Hannes og Konráð hittust á íslandi,110 en ekki hefur verið kunnugt um bréfaskipti þeirra. Öll gögn Konráðs Maurer eru varðveitt og það væri fróðlegt að athuga bréfaskipti þeirra sérstaklega. Nokkuð er til af gögnum um Hannes á Þjóðskjalasafni íslands, en þau dreifast víða og eru sundurlaus. Eins eru heimildir frá samtímamönnum Hannesar fáar. Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1826-1907) var samtíða Hannesi Árnasyni í Kaupmannahöfn og sameiginleg fróðleiksást tengdi þá þó svo að nokkur aldursmunur væri á þeim. í Dœgradvöl segir Benedikt frá kynnum sínum af Hannesi.111 Þar kemur fram að hann hafi átt öll rit Hegels auk bóka eftir Kant og Fichte, Aristóteles og Plató og fleira þess kyns.11- Benedikt ritar um margt hlýlega og af virðingu um Hannes, en það gerði hann alls ekki um alla samtímamenn sína. Þorsteinn Gylfason furðar sig einmitt á því hvað Hannes sleppur vel frá „öðru eins meinhorni".111 Benedikt var arftaki Hannesar í Lærða skólanum. Með hliðsjón af því að Hannes lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að gera hluti sem voru Benedikt anddrægir,114 er eftirtektarvert að hann fer engum hnjóðsyrðum um kennslu Hannesar. Hefði hún verið ámælisverð hefði það sennilega komið fram, því Benedikt Gröndal var næmur og fundvís á það sem betur mátti fara hjá Öðrum. Pétur Pétursson (1808-1891) var forstöðumaður Prestaskólans frá upphafi °g þar til hann varð biskup 1866. Hann lýsir Hannesi á einkar jákvæðan hátt í prófbók Prestaskólans 25. maí 1853: ■.. hann hafi rækt kennslu sína með stakasta dugnaði og árvekni, enda sé hann þrunginn af lifandi áhuga fyrir vísindagrein sinni, hafi til að bera sérlega og yfirgripsmikla þekkingu í henni, eins og öllum sé kunnugt, og hafi góða framsetningargáfu og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.