Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 157
ANDVARI
HAMLET ÍSLENSKRAR LEIKLISTAR?
155
kónginn né látið það ógert?! í verkefnavali sínu og listrænum áherslum kemur
hann yfirleitt fram sem fulltrúi borgaralegrar hefðar: hann sér leikhúsið sem
tæki til að mennta og upplýsa áhorfendur, vill kenna þeim að meta vestræna
klassík, skerpa vitund þeirra um menningarlegar rætur þeirra, en jafnframt að
knýja þá til að taka eitthvað sem kalla mætti upplýsta afstöðu til helstu spurn-
inga samtíðarinnar. Næsta kynslóð leikhúsfólks, sú sem kemur fram á síðari
hluta sjötta áratugarins, var mjög ósátt við það hversu lítið var sýnt á íslandi af
hinum nýstárlegu og oft róttæku leikritum sem um þær mundir ruddust fram á
sviðum Evrópu: pólitískum verkum Brechts og fantastískri leikritun absúrdist-
anna. Það var ekki síst til að vinna að framgangi slíkra sviðsbókmennta sem
tilraunaleikhúsið Gríma var stofnað árið 1961. Lárus kom þar hvergi nærri.
Var hann ef til vill of bundinn þeirri raunsæishefð, sem hann hafði kynnst í
dönsku leikhúsi, til að kunna að meta slíka tilraunastarfsemi? Eða var það sá
andi, sem honum fannst ríkjandi í henni, sem hann var frábitinn? Andi von-
leysis og uppgjafar, vantrúar á að maðurinn ætti nokkra raunhæfa möguleika
á því að bæta lífsskilyrði sín á jörðinni? Sennilega er helsta skýringin á því
hversu lítil tengsl Lárus hefur við Grímu-liða þó jarðbundnari: sú að hann
var þrotinn að kröftum, þegar hér var komið sögu - auk þess sem hann var
að sjálfsögðu bundinn af starfsskyldum sínum í Þjóðleikhúsinu. Gríma var
fyrirtæki ungra leikara og þó að þeir væru hugsjónamenn, voru þeir einnig að
koma sjálfum sér á framfæri, þar á meðal verkum þeirra yngstu skálda sem
leikhúsin báru lítið sem ekkert við að leika.
Flest verkefni Lárusar í Þjóðleikhúsinu voru samin í anda raunsæisins:
leikrit Arthurs Millers, O’Caseys og Strindbergs. í útvarpinu virðist hann
ekki hafa fetað sig inn á aðrar slóðir, en það lætur Þorvaldur ókannað, sem
fyrr segir. Þó er engin ástæða til að halda að hann hafi ekki kunnað að
meta annars konar leikritun; val hans á leikritum Thorntons Wilder og Pár
Lagerkvist á fimmta áratugnum er til vitnis um það. Þorvaldur segir einnig
frá því að eitt helsta óskaverkefni hans sem leikstjóra hafi verið Draumleikur
Strindbergs og að þjóðleikhússtjóri hafi ekki látið ólíklega hvað það varðar
haustið 1955.78 Þá hafi heilsa Lárusar hins vegar brugðist. Hversu „mannlegt
eða jákvætt“ verk Draumleikur Strindbergs geti kallast, er mikið álitamál;
heimssýn leiksins hefur löngum þótt bæði myrk og dapurleg, mannlegt hlut-
skipti sýnt þar í heldur bölsýnu ljósi.
Það er mjög bagalegt, hversu lítið Þorvaldur fjallar um leikstjórn Lárusar
eftir að komið er í Þjóðleikhúsið. Hann lætur fyrrnefndan kafla um verk
hans á fimmta áratugnum nægja, og sá kafli ber, sem fyrr segir, full mik-
inn svip af fegrun minningargreinarinnar. Eftir samskiptum hans við leik-
endur eða aðra á þessum tíma virðist Þorvaldur lítt hafa skyggnst. Þuríður
Pálsdóttir söngkona, sem lék stór hlutverk undir stjórn Lárusar í La Bohéme
og Töfraflautunni, segir mér að sér hafi fundist Lárus vera mjög góður í öllu