Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 37
ANDVARI
GYLFI Þ. GÍSLASON
35
Samstarf Gylfa og Haraldar Guðmundssonar
Þegar Haraldur Guðmundsson var kjörinn formaður Alþýðuflokksins
árið 1954 var Gylfi endurkjörinn ritari hans, enda virðist augljóst að
milli þeirra tveggja voru alltaf sterk tengsl. Og þótt Gylfi hafi senni-
lega ekki haft sterka stöðu á flokksþinginu, vegna stuðningsins við
Hannibal, hefur ábyrgum mönnum verið ljóst, að Alþýðuflokkurinn
gat illa eða ekki án hans verið. Auk þess hefur Haraldur viljað ráða
því, að Emil Jónsson yrði kjörinn varaformaður og Gylfi endurkjörinn
ritari. Kosið var milli Hannibals og Haraldar, en Emil og Gylfi voru
sjálfkjörnir. Haraldur var kjörinn formaður og þar með var líka jafn-
vægi komið á, sem varði alla tíð úr því. Niðurstaða flokksþinganna
eftirleiðis var sú, að þeir formenn væru ekki nógu vel til forystu fallnir,
sem væru alteknir af lítt frávíkjanlegum sjónarmiðum í stjórnmálum, er
flokkurinn skyldi fara eftir. í staðinn skyldu þeir feta þá leið, sem lang-
flestir flokksmenn gætu sætt sig við. Þeirrar gerðar voru síðan allir þeir
flokksformenn, sem í kjölfarið sigldu. En sundrungin var ekki úr sög-
unni með kjöri Haraldar. Hannibal var enn þingmaður Alþýðuflokksins
og vildi reka sérstæða pólitík, sem í mörgu var frábrugðin þeirri, sem
flokkurinn rak. í formannstíð Haraldar reyndi því mjög á þá Gylfa að
leita sátta og forða harkalegum átökum, þótt hvað eftir annað syði upp
úr og árekstrum yrði eigi forðað.
Benedikt Gröndal, nýkjörinn varaformaður Alþýðuflokksins, flutti
ræðu um málefni hans á fundi Samvinnunefndar norrænna jafnaðar-
manna í Osló í nóvember 1953. Þar greindi hann frá því, að „hræðsla
við afhroð í komandi kosningum hafi verið þýðingarmikill þáttur í
þeirri ákvörðun flokksþingsins (haustið 1952) að skipta um formann.“
Flokksforystan hafi einkum verið gagnrýnd fyrir ófullnægjandi tengsl
við verkalýðshreyfinguna, of fáir verkalýðsmenn hafi verið í forystu
flokksins, sjónarmið hennar hægrisinnuð, flokksskipulagið losaralegt
og Aþýðublaðið lítt aðlaðandi og nánast lokað öðrum en skoðana-
bræðrum hennar. Loks hafi hún verið gagnrýnd fyrir að veita ekki
nógu kröftuga og innblásna leiðsögn. Hins vegar hafi ekki verið neinn
ágreiningur um hin pólitísku markmið flokksins.33 Til viðbótar þessari
frásögn af ræðu Benedikts má benda á, að í hinu pólitíska umhverfi
flokksins voru margvíslegar viðsjár, sem eflaust hafa ýtt undir umrótið
í honum.
Þetta var ekki fyrsta sinni, sem Stefán Jóhann átti andblæstri að mæta