Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2009, Page 37

Andvari - 01.01.2009, Page 37
ANDVARI GYLFI Þ. GÍSLASON 35 Samstarf Gylfa og Haraldar Guðmundssonar Þegar Haraldur Guðmundsson var kjörinn formaður Alþýðuflokksins árið 1954 var Gylfi endurkjörinn ritari hans, enda virðist augljóst að milli þeirra tveggja voru alltaf sterk tengsl. Og þótt Gylfi hafi senni- lega ekki haft sterka stöðu á flokksþinginu, vegna stuðningsins við Hannibal, hefur ábyrgum mönnum verið ljóst, að Alþýðuflokkurinn gat illa eða ekki án hans verið. Auk þess hefur Haraldur viljað ráða því, að Emil Jónsson yrði kjörinn varaformaður og Gylfi endurkjörinn ritari. Kosið var milli Hannibals og Haraldar, en Emil og Gylfi voru sjálfkjörnir. Haraldur var kjörinn formaður og þar með var líka jafn- vægi komið á, sem varði alla tíð úr því. Niðurstaða flokksþinganna eftirleiðis var sú, að þeir formenn væru ekki nógu vel til forystu fallnir, sem væru alteknir af lítt frávíkjanlegum sjónarmiðum í stjórnmálum, er flokkurinn skyldi fara eftir. í staðinn skyldu þeir feta þá leið, sem lang- flestir flokksmenn gætu sætt sig við. Þeirrar gerðar voru síðan allir þeir flokksformenn, sem í kjölfarið sigldu. En sundrungin var ekki úr sög- unni með kjöri Haraldar. Hannibal var enn þingmaður Alþýðuflokksins og vildi reka sérstæða pólitík, sem í mörgu var frábrugðin þeirri, sem flokkurinn rak. í formannstíð Haraldar reyndi því mjög á þá Gylfa að leita sátta og forða harkalegum átökum, þótt hvað eftir annað syði upp úr og árekstrum yrði eigi forðað. Benedikt Gröndal, nýkjörinn varaformaður Alþýðuflokksins, flutti ræðu um málefni hans á fundi Samvinnunefndar norrænna jafnaðar- manna í Osló í nóvember 1953. Þar greindi hann frá því, að „hræðsla við afhroð í komandi kosningum hafi verið þýðingarmikill þáttur í þeirri ákvörðun flokksþingsins (haustið 1952) að skipta um formann.“ Flokksforystan hafi einkum verið gagnrýnd fyrir ófullnægjandi tengsl við verkalýðshreyfinguna, of fáir verkalýðsmenn hafi verið í forystu flokksins, sjónarmið hennar hægrisinnuð, flokksskipulagið losaralegt og Aþýðublaðið lítt aðlaðandi og nánast lokað öðrum en skoðana- bræðrum hennar. Loks hafi hún verið gagnrýnd fyrir að veita ekki nógu kröftuga og innblásna leiðsögn. Hins vegar hafi ekki verið neinn ágreiningur um hin pólitísku markmið flokksins.33 Til viðbótar þessari frásögn af ræðu Benedikts má benda á, að í hinu pólitíska umhverfi flokksins voru margvíslegar viðsjár, sem eflaust hafa ýtt undir umrótið í honum. Þetta var ekki fyrsta sinni, sem Stefán Jóhann átti andblæstri að mæta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.