Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2009, Page 154

Andvari - 01.01.2009, Page 154
152 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI ann íslensku leikritin, sem hann stýrði á fyrstu árum leikhússins: Tyrkja-Gudda eftir sr. Jakob Jónsson (1952), Landið gleymda eftir Davíð Stefánsson (1953) og Valtýr á grænni treyju eftir Jón Björnsson (1954).71 Þar varð hann að beygja sig fyrir þeirri „stefnu“ leikhússtjórnarinnar að reyna að styðja við innlenda leik- ritun sem í raun var engin til. En hann fékk einnig að takast á við verk góðra höfunda, svo sem tvö leikrit Arthurs Millers, í deiglunni (1954) og Horft af brúnni (1957), Júnó og páfuglinn eftir Sean O’Casey (1952), Föður Strindbergs (1958) og Kröfuhafa (1964). Ekki má heldur gleyma Júlíusi Sesar Shakespeares, þó að sú saga fengi raunalegan endi. Þá þegar var hann í raun og veru kominn á endastöðina. Sú ákvörðun Guðlaugs að fela honum engin leikstjórnarverkefni næstu þrjú árin kann að virðast harðneskjuleg, en var hún ekki skiljanleg? Ný kynslóð leikstjóra var að koma fram og sanna sig. Leikflokkurinn var kominn til meiri þroska en fyrr; íslenskt leikhús var í fyrsta skipti að eignast leikenda- hóp, sem tala mátti um sem „ensemble“, þótt smátt væri. Um og upp úr 1960 koma enda fram ýmsar ágætar sýningar í leikhúsinu og í sumum þeirra lék Lárus burðarhlutverk; hann var Georges Dandin í samnefndum leik Moliéres og í Nashyrningum Ionescos lék hann einnig aðalhlutverkið. Við skulum ekki heldur gleyma því, að hann fékk leyfi til að setja upp sýningar hjá L.R: Mýs og menn Steinbecks árið 1953, Nóa eftir André Obey 1954, Deleríum búbónis Jónasar og Jóns Múla Árnasona árið 1959 og Eðlisfræðingana árið 1963. Varla hefur það verið með öllu sjálfsagt mál að þjóðleikhússtjóri léði einn helsta leik- stjóra sinn til að vinna með aðalkeppinaut leikhússins? Undan verkefnaskorti í Ríkisútvarpinu þurfti hann ekki heldur að kvarta. Þann „anda kalda stríðsins“ sem Þorvaldur talar um var nú tekið að leggja um samfélagið allt, einnig leikhúsið. Milli hinna róttækari og borgaralegu frjálslyndu afla opnaðist gjá, svo að menn, sem höfðu áður getað rætt saman og virt ólíkar skoðanir, tóku að líta á sig sem andstæðinga, jafnvel hreina fjandmenn. Það er ekki að undra, þó að jafn viðkvæmur maður og öryggislaus og Lárus tæki slíkt nærri sér. „Það ríkir dálæti á ofsóknum og hótunum og í tísku að níða niður þá sem hugsa öðruvísi,“ skrifar hann í bréfi til Tiemroths haustið 1950 og lítur ekki björtum augum til framtíðar: „Hingað til höfum við sloppið við að sjá þá sem maður virðir eða þykir vænt um bendlaða við þenn- an sjúklega vaðal - en kannski eigum við rúsínuna eftir!“72 Þá um veturinn setti Lárus á svið nýlegan leik Jean Paul Sartres, Flekkaðar hendur, þar sem kommúnistar og innanflokksátök þeirra eru sýnd í gagnrýnu ljósi. Leikurinn var saminn áður en Sartre gekk til liðs við kommúnista og mun ekki hafa verið sérstakt óskaverkefni Lárusar. Þegar upp kom sá kvittur að leikstjórinn ætlaði að gera einhverjar breytingar á leikritinu, væntanlega til að milda hina pólitísku gagnrýni, brást hann ókvæða við og afréð að breyta ekki stafkrók í verkinu. Gagnvart verkinu sjálfu var hann tvíbentur, þó að hann tæki það að sér og sýningin sjálf fengi ágæta dóma.73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.