Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 19
ANDVARI
GYLFI P. GÍSLASON
17
notaði hana stundum í ræðum sínum og síðar á ævinni virðist sem hún
hafi verið þeim síra Friðriki næstum sem annað tungumál. Aldrei hafi
þeir talað saman um trúmál, en er hann reit Viðreisnarárin kvaðst hann
þá myndi aðspurður svara því til, að hann væri trúhneigður.6
A menntaskólaárunum gerði Gylfi sér tíðförult að heimili þeirra
Vilmundar Jónssonar og Kristínar Ólafsdóttur að Ingólfsstræti 14, þar
sem Guðrún skólasystir hans bjó með foreldrum sínum. Vilmundur
var alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn mestallan fjórða áratuginn
(1931-1934 og 1937-1941). Hann var áhrifamaður í flokknum og mikils
virtur sem læknir og fyrir ritstörf sín, sem og þau hjón bæði. Gylfi gerð-
ist honum snemma handgenginn og fram eftir árum ræddust þeir margt
við um stjórnmál, menningarmál og önnur málefni líðandi stundar.
Hafa þær samræður eflaust haft áhrif á Gylfa, sem merkja má og von
var til.7
Þetta var það menningarlega og pólitíska umhverfi, sem Gylfi
var sprottinn úr og þaðan lá leið hans, beint úr barnaskólanum inn í
Menntaskólann í Reykjavík, þar sem hann settist í 1. bekk gagnfræða-
deildar. Þegar í 2. bekk og nýfermdur tók hann þátt í umræðum í Fjölni,
málfundafélagi deildarinnar, svo að athygli vakti. Skömmu síðar færði
síra Friðrik Þorsteini föður hans þá frétt, er hann hafði eftir vini sínum
í bænum, að Gylfi hefði nýlega flutt ræðu í skólanum, mælt gegn trúar-
brögðum og væri líklega kommúnisti! En viðbrögð síra Friðriks voru
þau ein, að hann brosti við og sagði við viðmælanda sinn að „það væri
ástæðulaust að hafa áhyggjur af þessum strák.“ En eftir þetta segist
Gylfi hins vegar hafa gætt tungu sinnar betur!8
Gerdist jafnaðarmaður vegna réttlœtiskenndar sinnar
Þessi litla saga gefur til kynna, að snemma á menntaskólaárunum hafi
Gylfi verið tekinn að gefa stjórnmálum gaum. Kvaðst hann síðar hafa
orðið jafnaðarmaður þegar á þeim árum.9 Tildrögum þess hefur hann
lýst á þennan veg:
Þegar ég var unglingur, var fátækt og atvinnuleysi á íslandi. Heimskreppan
lagði þungan hramm sinn á efnahagslíf íslendinga. Ég taldi, að á fátækt og
atvinnuleysi mætti ráða bót með áætlunarbúskap og þjóðnýtingu stærstu
atvinnugreina. Jafnframt vaknaði í brjósti mér eldheit andstaða gegn því
ranglæti, sem felst í fátækt og atvinnuleysi, og sterk samúð með þeim, sem