Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 142

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 142
140 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI nánast alltaf með hlutverk í þeim leikritum sem þeir sviðsettu. Þau gátu að sjálfsögðu verið misstór, en enginn þeirra taldi eftir sér, ef því var að skipta, að takast á hendur stór hlutverk, jafnvel burðarhlutverk. Þetta var svo algengt, að nánast er hægt að tala um fasta reglu. Indriði leikur 64 hlutverk á fyrrnefndu tímabili, Haraldur 31 og Ragnar 13 hlutverk. Auðvitað léku þeir stöku sinn- um undir stjórn annarra, en það heyrði til undantekninga. Langoftast stýrðu þeir sér sjálfir, ef hægt er að taka svo til orða. Indriði Waage gekk svo langt að hann stjórnaði sjálfur tveggja manna leik þeirra Soffíu Guðlaugsdóttur, I návígi, haustið 1938. Lárus Pálsson hafði svipaðan hátt á fyrst eftir að hann kom til starfa. Hann leikur til dæmis Indíánann í Háa-Þór eftir Maxwell Anderson, Ovininn í Gullna hliði Davíðs Stefánssonar, Jóhannes í Orðinu eftir Kaj Munk, séra Helga í Uppstigningu Sigurðar Nordals og Leiksviðsstjórann í Bænum okkar eftir Thorton Wilder, allt stór og veigamikil hlutverk. En hann vissi fullvel að þetta væru ekki góðir starfshættir. Það kemur skýrt fram í bók Þorvalds og er eitt af því merkilegasta sem hann dregur fram. Lárusi var fullkunnugt að þannig vinna nútímaleikstjórar ekki, ef þeir vilja hafa skýra yfirsýn og styrka stjórn á því sem fram fer á sviðinu, skapa listræna heild úr framlagi þeirra fjölmörgu sem taka þátt í mótun sýningarinnar og koma að framkvæmd hennar. Það var eitt af því sem hann hafði lært í námi og starfi erlendis. En Lárusi var hér vandi á höndum. Auðvitað var leikflokkurinn ofursmár og takmarkaður; að einhverju leyti var sjálfsagt óhjákvæmilegt að leikstjórinn tæki að sér stöku hlutverk. En fleiri hliðar voru á málinu: sem leikari þráði Lárus að fá að takast á við stór og gjöful hlutverk. Því fannst honum hinir leik- stjórarnir sýna lítinn skilning eða áhuga. Þegar líður á fjórða áratuginn kemur hann ítrekað inn á þetta í bréfum til systur sinnar, sem dvaldi þá ytra við leik- listarnám, og leynir sér ekki að það hefur valdið honum miklu hugarangri. í bréfi, sem hann ritar henni í janúar 1947, kveðst hann efast um að hann kæmi á leiksvið í Reykjavík, ef hann væri ekki leikstjóri sjálfur.31 I desember 1948, þegar Hamlet er á döfinni, segir hann í bréfi til Hólmfríðar: „Ef ég held áfram á þessari braut, að leika og producera samtímis, með þeim vinnuhraða sem hér þarf að vera, þá getur það orðið mér dýrt spaug sem listamanni, það getur komið að því að ég sjúski hvorutveggja - og ég ætla framvegis að gera annaðhvort, leika í leikriti eða producera það - ekki hvorttveggja nema sér- staklega standi á.“32 Lárus lék 21 hlutverk hjá L.R. á fimmta áratugnum. Af þeim voru 8 í sýningum annarra, þar af einungis þrjú sem er hægt að kalla burðarhlutverk: Celestin í Nitouche (leikstj.: Haraldur Björnsson), Pétur Gaut (leikstj.: Gerd Grieg) og Hamlet (leikstj.: Edwin Tiemroth). Staðreyndirnar virðast óneitanlega styðja mál hans; alltént leikur hann mjög lítið í sýningum þeirra Indriða og Haralds - sem voru einu leikstjórarnir við hlið hans - eftir að komið er fram yfir miðjan áratuginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.