Andvari - 01.01.2009, Side 142
140
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
nánast alltaf með hlutverk í þeim leikritum sem þeir sviðsettu. Þau gátu að
sjálfsögðu verið misstór, en enginn þeirra taldi eftir sér, ef því var að skipta, að
takast á hendur stór hlutverk, jafnvel burðarhlutverk. Þetta var svo algengt, að
nánast er hægt að tala um fasta reglu. Indriði leikur 64 hlutverk á fyrrnefndu
tímabili, Haraldur 31 og Ragnar 13 hlutverk. Auðvitað léku þeir stöku sinn-
um undir stjórn annarra, en það heyrði til undantekninga. Langoftast stýrðu
þeir sér sjálfir, ef hægt er að taka svo til orða. Indriði Waage gekk svo langt
að hann stjórnaði sjálfur tveggja manna leik þeirra Soffíu Guðlaugsdóttur, I
návígi, haustið 1938.
Lárus Pálsson hafði svipaðan hátt á fyrst eftir að hann kom til starfa. Hann
leikur til dæmis Indíánann í Háa-Þór eftir Maxwell Anderson, Ovininn í
Gullna hliði Davíðs Stefánssonar, Jóhannes í Orðinu eftir Kaj Munk, séra
Helga í Uppstigningu Sigurðar Nordals og Leiksviðsstjórann í Bænum okkar
eftir Thorton Wilder, allt stór og veigamikil hlutverk. En hann vissi fullvel að
þetta væru ekki góðir starfshættir. Það kemur skýrt fram í bók Þorvalds og
er eitt af því merkilegasta sem hann dregur fram. Lárusi var fullkunnugt að
þannig vinna nútímaleikstjórar ekki, ef þeir vilja hafa skýra yfirsýn og styrka
stjórn á því sem fram fer á sviðinu, skapa listræna heild úr framlagi þeirra
fjölmörgu sem taka þátt í mótun sýningarinnar og koma að framkvæmd
hennar. Það var eitt af því sem hann hafði lært í námi og starfi erlendis.
En Lárusi var hér vandi á höndum. Auðvitað var leikflokkurinn ofursmár
og takmarkaður; að einhverju leyti var sjálfsagt óhjákvæmilegt að leikstjórinn
tæki að sér stöku hlutverk. En fleiri hliðar voru á málinu: sem leikari þráði
Lárus að fá að takast á við stór og gjöful hlutverk. Því fannst honum hinir leik-
stjórarnir sýna lítinn skilning eða áhuga. Þegar líður á fjórða áratuginn kemur
hann ítrekað inn á þetta í bréfum til systur sinnar, sem dvaldi þá ytra við leik-
listarnám, og leynir sér ekki að það hefur valdið honum miklu hugarangri.
í bréfi, sem hann ritar henni í janúar 1947, kveðst hann efast um að hann
kæmi á leiksvið í Reykjavík, ef hann væri ekki leikstjóri sjálfur.31 I desember
1948, þegar Hamlet er á döfinni, segir hann í bréfi til Hólmfríðar: „Ef ég held
áfram á þessari braut, að leika og producera samtímis, með þeim vinnuhraða
sem hér þarf að vera, þá getur það orðið mér dýrt spaug sem listamanni, það
getur komið að því að ég sjúski hvorutveggja - og ég ætla framvegis að gera
annaðhvort, leika í leikriti eða producera það - ekki hvorttveggja nema sér-
staklega standi á.“32 Lárus lék 21 hlutverk hjá L.R. á fimmta áratugnum. Af
þeim voru 8 í sýningum annarra, þar af einungis þrjú sem er hægt að kalla
burðarhlutverk: Celestin í Nitouche (leikstj.: Haraldur Björnsson), Pétur Gaut
(leikstj.: Gerd Grieg) og Hamlet (leikstj.: Edwin Tiemroth). Staðreyndirnar
virðast óneitanlega styðja mál hans; alltént leikur hann mjög lítið í sýningum
þeirra Indriða og Haralds - sem voru einu leikstjórarnir við hlið hans - eftir
að komið er fram yfir miðjan áratuginn.