Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 27
ANDVARI
GYLFI P. GÍSLASON
25
aðarlegum skyldum í Þýzkalandi. Á það var ekki fallizt og því greiddu
þeir atkvæði gegn honum. En Gylfi segir í Viðreisnarárunum að sér
hafi síðar orðið ljóst, að það myndi hafa orðið íslendingum ofviða að
annast rekstur flugvallarins.
Afstaða þeirra félaga til aðildarsamningsins við Atlantshafsbanda-
lagið 1949 var sú, að það ákvæði yrði sett í hann, sem skilyrði fyrir
aðild íslands, að það þyrfti aldrei að segja öðrum þjóðum stríð á hendur
og aldrei að heyja styrjöld. Annað skilyrði af þeirra hálfu var það, að
Alþingi lýsti því yfir að Keflavíkursamningnum yrði sagt upp, jafn-
skjótt og ákvæði hans leyfðu. Kváðust þeir myndu greiða atkvæði með
samningnum ef þessi skilyrði þeirra væru uppfyllt, sem ekki var gert
°g því greiddu þeir atkvæði gegn honum. Síðar meir gerðist Gylfi ein-
dreginn stuðningsmaður aðildar íslands að bandalaginu er í ljós kom,
að áhyggjur hans voru óþarfar.
Þeir Gylfi og Hannibal greiddu atkvæði með herverndarsamningnum
við Bandaríkjastjórn árið 1951, er kvað á um komu bandaríska varnar-
liðsins til landsins. Skýringin á því var ekki sú, að starfshættir í þing-
flokki Alþýðuflokksins hefðu breytzt, heldur tók Bjarni Benediktsson,
utanríkisráðherra, sig til og skýrði þeim Hannibal frá því í fyllsta trún-
aði hvað væri í deiglunni. Kvað hann ástandið í alþjóðamálum orðið
svo alvarlegt, að óhjákvæmilegt væri að gera herverndarsamning við
Bandaríkin og kveðja varnarlið til landsins. Gylfi segir Bjarna hafa
svarað öllum spurningum þeirra og veitt þeim fyllstu upplýsingar. Að
þeim fengnum gátu þeir gert upp hug sinn og ákváðu síðan að greiða
atkvæði með samningsgerðinni. Gylfi var alla tíð eindreginn lýðræð-
issinni og harður andstæðingur kommúnisma og einræðis, í hvaða
mynd sem þau öfl birtust.
Gylfi og Hannibal grunaöir um grœsku
í skrifum um afstöðu sína til samninganna 1946, 1949 og 1951 hefur
Gylfi sagt, að á þessum árum hafi þeir Hannibal verið harla einangraðir
í þingflokki Alþýðuflokksins. Forystan grunaði þá um græsku, einkum
vegna tengsla þeirra við Þjóðvarnarfélag íslendinga (stofnað 1946),
sem var andsnúið stefnu stjórnvalda í utanríkis- og öryggismálum og
margir lýðræðissinnaðir íslendingar voru í. Félagið var talið vera næsti
bær við Sósíalistaflokkinn og hatrömm afstaða Alþýðuflokksins til