Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 155

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 155
ANDVARI HAMLET ÍSLENSKRAR LEIKLISTAR? 153 En var hann aldrei tvístígandi gagnvart málstaðnum sjálfum? Lárus var þegar í skóla orðinn mjög róttækur í skoðunum.74 En var hann það alla tíð? Hvernig brást hann við tíðindunum í Ungverjalandi, þegar Sovétvaldið sýndi sitt rétta andlit með innrásinni árið 1956? Var hann einn af þeim sem „biluðu í Ungó“, eins og Þórbergur Þórðarson mun hafa orðað það? Hvað fannst honum um sinnaskipti Halldórs Laxness sem fram koma í Skáldatíma? Þorvaldur ræðir þessi mál hvergi nokkurs staðar, ef til vill sökum heimildaskorts. Það er í sjálfu sér ekki ótrúlegt að Lárus hafi einfaldlega ákveðið að leiða þessi mál sem mest hjá sér. Samt hlýtur hann að hafa hugsað sitt - eins þótt hann kysi að láta kyrrt liggja, að fara með löndum. Hamlet leikhússins? í ritdómi mínum um Lárusarsögu sagði ég að mér fyndist síðasti hluti hennar, um árin í Þjóðleikhúsinu, sá rýrasti. Þó að ég standi við það, hlýt ég að játa, að mér finnst við endurlestur bókarinnar nú sá hluti mjög vel skrifaður, á köfl- um jafnvel áhrifamikill. Sá þráður, sem Þorvaldur rekur sig þar einkum eftir, snýst mjög um hnignun Lárusar, vanlíðan og sjúkleika. Þá sögu hefði vel mátt rekja ítarlegar, meðal annars með fleiri vísunum í Tiemroth-bréfin. En hætt er við að sú lesning hefði orðið æði átakanleg og óþægilega nærgöngul fyrir smekk margra. Þó að þeir Guðlaugur Rósinkranz og Lárus yrðu aldrei neinir vinir, er sjálfsagt rétt sem Þorvaldur segir - og mig grunar að hann hafi Maríu Jóhönnu Lárusdóttur að aðalheimildarmanni - að samband þeirra hafi lagast með árunum, eftir því sem þeir kunnu betur að meta kosti hvors annars og urðu viljugri að horfa fram hjá göllunum.75 Eftir að Lárus var orðinn alvarlega sjúkur, virðist Guðlaugur hafa tekið á málum hans af mannúð og skilningi, en Lárus var kominn á eftirlaun frá leikhúsinu nokkru fyrir andlát sitt. Það sem helst skortir í þennan hluta ritsins er einhvers konar tilraun til að gera upp feril Lárusar, takast á við þá spurningu hvers konar listamaður hann hafi verið og hvers vegna ótvíræðir hæfileikar hans nýttust ekki betur en þeir gerðu. Það var ugglaust að mörgu leyti aðstæðunum að kenna, en tæpast öllu leyti. Lárus hafði sitthvað nýtt fram að færa þegar hann kemur ungur maður til landsins. En hvaða hugmyndir hafði hann um hlutverk leikhússins almennt? Hann var mjög gagnrýninn á leikhússtjórn Guðlaugs Rósinkranz, en er einhver ástæða til að halda að hann hefði sjálfur orðið betri leikhússtjóri? Þorvaldur telur bréfaskipti þeirra Tiemroths sýna hversu vel hann fylgdist með nýjungum í leiklist nágrannalandanna. Um samskipti þeirra félaga eftir stríð skrifar hann:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.