Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 89
andvari
SÖGUHETJAN JÖRGEN JURGENSEN
87
Þetta er vel kveðin frásögn. En þetta er ekki upprifjunarkvæði til gamans
eins. Skáldið lætur sægarpinn verða frá sér numinn af hrifningu þegar hann
sér Island rísa úr sæ, hann grípur sér um hjarta og finnur að hér bíður það
frelsisins kóngsríki sem hann hefur alla tíð dreymt um. Og eymd þegnanna
rennur honum til rifja. Kvæðið breytir smám saman um tón og skáldið fer að
ávarpa söguhetjuna sem: vinur. Þessum hlálega ævintýramanni sem útnefndi
sig verndara hins stolta íslands í hálfan annan mánuð einn sumarpart úr ári,
skal ekki hallmælt. Jörundur heitir kvæðið og hefst á fleygum orðum: „Þið
munið hann Jörund.“
* IV
Tæpum fjórum áratugum eftir að kvæði Þorsteins birtist, frumflutti Leikfélag
Reykjavíkur leikrit þar sem Jörundur er aðalleikhetjan. Síðasti víkingurinn
heitir sá leikur og höfundur var enginn annar en Indriði Einarsson, þá orð-
inn aldraður maður, því frumsýningin var vorið 1936. Mun leikurinn hafa
verið valinn til sýninga öðrum þræði í viðurkenningarskyni við hinn aldraða
leikhúsfrömuð sem þá var áttræður og hálfum tug betur, því að mönnum bar
nokkuð saman um að leikritið væri ekki besta verk Indriða. Lárus Sigurbjörns-
son orðar það kurteislega í blaðarýni og segir menn ekki þurfa að vera sam-
mála skáldinu um skilning á þessari sögupersónu til að njóta leiksins. Nú var
Þorsteinn Erlingsson talsverður realisti í sinni skáldsýn og kátleg lýsingin á
Jörundi ber þess nokkuð glýjulaus merki, en Indriði er hins vegar rómantíker.
Jörundur hans er víkingur, eins og titill leiksins bendir til, og þykir Lárusi
nokkuð skorta á að Gestur Pálsson, sem túlkaði Jörund, væri nógu stæltur til
að lýsa hetjulundinni, en tækist betur upp með glæframanninn og elskhugann.
Leikritið er nefnilega öðrum þræði ástarsaga Jörundar og Guðrúnar á Dúki,
sem á að vera fegurst stúlkna á íslandi og fórna sér fyrir föðurlandið. Hér er
einfaldlega ekki rúm til að endursegja efni leiksins, en hann gerist fyrst á
°pnu svæði í Reykjavík og sér inn í „klúbb-lystihúsið“, þá á skrifstofu hunda-
dagakonungsins og loks um borð í skipinu Margrethe og Anne, með Island og
Guðrúnu á Dúki að baki. Það er kaupmaðurinn Phelps og sultarástand lands-
nianna sem ýta Jörundi af stað. Afstaða skáldsins er skýr: Jörundur er hug-
sjónamaður og vill íslandi vel. Guðrún er göfug kona og gefur sig þeim manni
sem vill frelsa þjóð hennar frá örbirgð, en er þó stórum gætnari en fullhuginn
Jörundur, sem stundum lætur gjörð ganga fyrir hugsun. En býsna ólíkur er
þessi Jörundur væntanlega þeim manni sem síðar á ævinni barði á innfæddum
1 Tasmaníu, marghýddur af lífsins atvikakeðju og drykk og spilum. Efnið er
svosem nógu dramatískt, til dæmis sá kunni atburður þegar skipið brann og
Jörundur á öðrum barki bjargaði fjölda manna, þeirra á meðal Hooker, grasa-
fræðingnum fræga, frá bráðum bana. Hins vegar eru sumir dramatískustu