Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 113
andvari
SÁLFRÆÐI HANNESAR ÁRNASONAR PRESTASKÓLAKENNARA
111
inn“, en hér vantar niðurlag Hórasar „et arceo“ sem merkir „og held honum
fjarri mér“. Gunnar sem getið er í kaflanum var Gunnarsson, síðar prófastur
í Norður-Þingeyjarsýslu.
Jón Ólafsson ritstjóri (1850-1916) var að eigin sögn slakur námsmaður119
og lauk aðeins fyrra burtfararprófi úr Lærða skólanum. Hann bregður upp
allt annarri mynd af Hannesi Árnasyni en Matthías gerir. Mest segir hann
sögur, „En eigi er gott að vita, hvað er satt í þeim og hvað ekki,“120 og leggur
mikla áherslu á skringileika Hannesar sem hafi verið „heiftargrimmur“ og
fram úr hófi hégómlegur. Sú einsleita og neikvæða mynd sem er dregin upp
af Hannesi er ekki í samræmi við það sem aðrar heimildir segja, en virðist
hafa haft sín áhrif. Til dæmis lýsir dr. Jón Helgason í Kaupmannahöfn honum
sem marghrjáðu’m ágætismanni sem hafi skort ljósa framsetningu, kjarngott
orðfæri og sjálfstæða hugsun.121
Ágúst H. Bjarnason (1875-1952), tengdasonur Jóns Ólafssonar, var fyrsti
styrkþegi Hannesarlegatsins. Hann var aðeins fjögurra ára þegar Hannes lést,
en stóð honum þó það nálægt í tíma að hann hafði fregnir af Hannesi frá vinum
hans og öðrum sem þekktu til hans persónulega. Heimildarmenn hans122 voru,
auk Jóns Ólafssonar, Páll sagnfræðingur Melsted, Árni Thorsteinsson land-
fógeti, Eiríkur Briem eftirmaður Hannesar í Prestaskólanum og Steingrímur
rektor Thorsteinsson.
Ágúst hefur greinilega lagt mikla vinnu í grein sína um Hannes Árnason og
ræðir þar um hann af hlýju og virðingu. Hann leitar til frumheimilda líkt og
Guðmundur Finnbogason.123 Grein hans er sennilega ein besta heimildin sem til
er um Hannes, en benda má á tvö smáatriði varðandi Hannes sjálfan í henni.
Ágúst telur fæðingardag Hannesar óljósan, þar eð skírnardagur er tiltek-
inn hinn sami og fæðingardagurinn. Svo þarf ekki að vera þar sem Belgsholt
var skammt frá kirkjunni að Melum, barnadauði mikill, framhaldslífið með
Guði sem skírnin veitir eina huggun foreldra og sr. Bjarni var atorkuprestur.
^ví er allt eins líklegt að skírnin hafi átt sér stað samdægurs, enda eru fleiri
dæmi þess að fæðingardagur sé jafnframt skráður skírnardagur í kirkjubók-
um.
Ágúst greinir frá húsi Hannesar á Austurvelli, „sem frú Herdís Benediktsen
eignaðist síðar, og var það þá og lengi síðan eitt hið snotrasta hús í bænum“.
Þessi frásögn stangast á við lýsingu Jóns Helgasonar124 á Reykjavík þar sem
frú Herdís er sögð hafa byggt húsið. Hannesar Árnasonar er hvergi getið
1 Reykjarvíkurlýsingu Jóns, þó svo að hann geti Hannesar á öðrum vett-
vangi.125
í grein Ágústs er lýsing á Hannesi sem vert er að hafa eftir:
Ytri maður síra Hannesar var heldur óásjálegur, þótt hann væri hinn mesti snyrtimaður
í klæðaburði og kattþrifinn. Hversdagslega gekk hann á frakka, en á vetrum hafði hann