Hugur - 01.01.2006, Síða 12

Hugur - 01.01.2006, Síða 12
IO Þorsteinn Gylfason - minning Greinarnar í heild sýna gott vald Þorsteins á mörgum sviðum heimspekinn- ar og frábært vald á stíl og tungu. I tveimur síðastnefndu greinunum setur Þorsteinn fram frumlegar og athyglisverðar hugmyndir um réttlæti og sann- leika - hvort tveggja efni sem voru honum hugleikin og hann heldur fram hér að séu náskyld. A tíunda áratug síðustu aldar birtast eftir hann þrjár bæk- ur: Tilraun um heiminn (Reykjavík 1992), Að hugsa á íslenzku (Reykjavík 1996) og Réttlæti og ranglæti (Reykjavík 1998). Þessar bækur eru ritgerða- söfn, sumpart með áður óbirtum greinum, en þar er líka að finna áður birt- argreinar, m.a. greinarnar sem nefndar eru hér að ofan. I mörgum af síðari ritgerðum sínum er Þorsteinn að fást við efni sem hann hafði haft áhuga á alla tíð en gagntóku hug hans síðustu fimmtán æviárin eða svo: líkingar og sköpunargáfu. Þetta tvennt sá hann sem tvo kvisti af sama meiði: Líkingasmíð var fyrir honum ekki aðeins eða fyrst og fremst einkenni á skáldskap. Líkingar voru talandi dæmi um sköpun almennt og að verki á mörgum sviðum, jafnt í daglegri málnotkun sem í vísindum. Þorsteinn gerði margar atlögur að þessu viðfangsefni. Þær getur flestar að líta í ritgerðasafn- inu Að hugsa á islenzku. En hann hélt áfram að fást við þetta fram á síðustu stund. Mig grunar að áður óbirt efni um þetta kunni enn að líta dagsins ljós. Þorsteini sjálfum fannst sér ekki hafa tekist að brjóta þessi efni til mergjar svo að hann mætti fyllilega vel við una. En það sem liggur eftir hann um lík- ingar og sköpunargáfu, hugmyndir sem ganga að mörgu leyti í berhögg við ríkjandi meginviðhorf í málspeki og hugfræðum, er að mínum dómi ekki að- eins frumlegasta og merkasta framlag hans til heimspekinnar, heldur eru þetta hugmyndir sem eiga erindi við miklu stærri lesendahóp en þær fengu (ekki síst eiga þær erindi við heimspekinga samtímans). Meginhugmyndin er sú að möguleikinn á líkingum, á því að nota orð öðruvísi en áður hefur verið gert, sýni að hugmyndin um reglur um merkingu sé andvana fædd. Líkingar sýna veruleikann í nýju ljósi og þær eru ófyrirsegjanlegar (í þessu felast tengslin við sköpunargáfu). Þorsteinn átti ef til vill erfitt með að gera upp við sig hvort hann vildi held- ur vera snjall alþýðufræðari eða alþjóðlegur fræðimaður. Hann birtist löng- um í líki beggja og auðvitað getur þetta farið ágætlega saman. Hann úthst- aði og rökstuddi hugmyndir sínar um líkingar og annað fyrir íslenskum lesendum. I leiðinni kynnti hann þeim fræðaheim sinn og hvað aðrir heim- spekingar voru að hugsa. En það var eins og hugmyndamiðlarinn og hinn frumlegi hugsuður toguðust dálítið á í honum og sá fyrrnefndi hefði til- hneigingu til að hafa vinninginn. Það var heppilegt fyrir íslenska lesendur, en síðra fyrir fræðaheiminn. Alltént kastaði Þorsteinn sér aldrei af fullri einurð út í hina alþjóðlegu heimspekiumræðu með fyrrnefndar hugmyndir sínar, þótt eitthvað birtist eftir hann á ensku og hann héldi fyrirlestra um þær við erlenda háskóla. Vera má að honum hafi ekki fundist hann vera kominn nógu langt með þær. Ef hann mat það svo, held ég að það hafi ekki verið rétt mat. Hann hafði nóg til að þær hefðu vakið réttmæta athygli. Alltént er óskandi að einhver annar taki upp þráðinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.