Hugur - 01.01.2006, Page 19
Eigingildi í náttúrunni - heimspeki á villigötum ?
17
góða í lífinu, virða heilleika (e. integrity) lífs, þurfiim við að líta á öll stig og
birtingamyndir þess, og þá ekki síst vistkerfin.
Síðasta eða æðsta stigið felur í sér allan heiminn, jörðina. I fyrsta skipti í
sögu hennar og í fyrsta skipti í sögu mannkyns hefiir ein tegund, Homo
sapiens, stefnt heilleika lífs á jörðinni í voða. Náttúrusiðfræði fæst við álita-
efni sem varða hækkandi hitastig jarðar vegna þess að það gætí varðað menn;
við gætum átt von á stormum eða því að yfirborð sjávar hækki eða lækki. En
náttúrusiðfræði fæst ekki aðeins við það sem snertir menn. Hún fæst einnig
við heilleika hfhvolfsins, hið auðuga, sjálfbæra net h'ffræðilegrar fjölbreytni á
jörðinni.
Eg hef áhyggjur af því að hvalategundum verði útrýmt, enda höfiim við í
nokkrum tilvikum verið hættulega nærri því. Eg hef áhyggjur af því að
tígrisdýrum verði útrýmt, eða þá trönum í Bandaríkjunum. I þeim skilningi
tel ég að siðfræðin sé afar stigskipt. Það er hún vegna þess hve auðugt lífið
er. Sú staðreynd er ekkert tíl að skammast sín fyrir eða til að hafa áhyggjur
af heldur ber okkur þvert á móti að fagna því.
Aðpvígefnu að við fóllumst á að gildin í heiminum séu stigskipt, p.e. aðpau séu
til á mörgum ólíkum „plönum “, erupá öllpessi gildi jöfn eða er til ein tegundgild-
is eða einn einkennispáttur gilda sem hefur meira vægi en öll hin? Gildi mann-
eskjunnar til að mynda, eða gildi heilbrigðs vistkerfis? Þetta er atriði sem nem-
endur sem lesa verk pín spyrja iðulega um.
Gildin eru stigskipt en jafnframt verður að taka einhverjar ákvarðanir.
Þannig að ef nemendur þínir vilja að ég segi það, þá skal ég segja það! Mann-
eskjan er merkilegasta afurð þróunarinnar til þessa, hún er sú vera sem hef-
ur mest gildi. Menn hafa ákveðna hæfileika sem eru einstaklega merkilegir.
Vitsmunahæfileikar okkar eru þróaðri en annarra dýra, fleiri taugafrumur
mynda heila okkar en annarra dýra og við höfum sveigjanlegri taugamóta-
tengingar en önnur dýr. Af þessu hlýst að við erum eina tegundin sem getur
myndað menningu sem er í stöðugum vexti og gengur áfram frá einni kyn-
slóð til annarrar - að því leyti til eru menn einstakt þróunarafrek.
Við verðum hins vegar að vera dálítið á varðbergi hér vegna þess sérhver
tegund er, að einhverju leyti, dæmi um einstakt þróunarafrek. Leðurblökur
sem fljúga um á kvöldin með hjálp bergmálssjónar og veiða skordýr eru fær-
ar um margt sem menn geta alls ekki. Hvalirnir sem lifa í hafinu umhverfis
Island geta gert fjölmargt sem menn geta ekki; þeir eru líka einstakar verur.
Samt sem áður eru menn eina tegundin í heiminum sem hefur þessa gífur-
legu hæfileika, vitsmunina, sem ef til vill má best merkja af því að við ógn-
um og stefnum heilleika jarðarinnar í voða. Hvalirnir gera ekkert slíkt, né
heldur fuglarnir. Menn eru að því leyti óvenjuleg og einstök tegund.
Þannig að ef ég lendi í þeirri kröppu aðstöðu að þurfa að velja á milli þess
að bjarga manneskju annars vegar og hval hins vegar segði ég: björgum
manneskjunni. Við verðum hins vegar að setja þetta í stærra samhengi því