Hugur - 01.01.2006, Page 64

Hugur - 01.01.2006, Page 64
Ó2 JónA. Kalmansson Út frá þessu og ýmsu öðru mætti ef til vill lýsa lífsskilningi Sókratesar í gróf- um dráttum á þessa leið. Til er sjónarhóll sem birtir okkur líflð sem einstaka gjöf eða lán. Sá sem viðurkennir að lífið sé fengið að láni, og ber kennsl á eðli lánsins — meðal annars fegurð þess — lifir óhjákvæmilega á annan veg en sá sem h'tur á það sem sína „eigin“. Líf hans markast í ríkari mæli af eiginleik- um á borð við þakklæti og staðfestu. Þakklæti sitt sýnir maður með því að bregðast við lífinu á vissan hátt; með því að svara því sérstaka kalli sem lífið sjálft er. Hver einstaklingur hefur einstakt verk að vinna og enginn annar en hann sjálfur getur komist að því hvert þetta verkefni er. Að finna þessa köll- un krefst vissrar tegundar rannsókna sem miða að því að skoða skilin milli raunveruleika og blekkingar, reyndar og sýndar, hins ósvikna og hins svikna. Þakklætið vegna lífsins birtist því í mynd ákalls: „Þekktu sjálfan þig!“ Það birtist sem áheit um að berjast gegn ákveðinni tegund blygðunarleysis gagn- vart blekkingu, sinnuleysi og hégómaskap í sjálfum sér og öðrum. Þess vegna þarfnast hver maður skýrrar hugsunar til að geta dæmt réttilega í ljósi sannra mælikvarða, og þess vegna er það „ekki aðeins óhæfa í sjálfu sér að orða hugs- anir illa, heldur er það skaðvænlegt fyrir sálina" (Faidón 115). Hlutverk hvers manns er að þekkja köllun sína — og inna hana af hendi án þess að krefjast ávinnings eða launa. Hann getur ekki einu sinni verið viss um að verk hans skili neinum árangri: „Eg veit ekki, hvort ég hef farið rétt að né hvort mér hefur nokkuð orðið ágengt. Um það verð ég leiddur í allan sannleika á leið- arenda, ef guð vill“ (Faídón 69). Og eins og hann örvæntir ekki um árangur verka sinna þá örvæntir hann ekki um hvenær þeim lýkur; hann óttast ekki dauðann og reynir ekki að flýja örlög sín. Jafnvel þótt aðstæður séu honum öndverðar og rás atburða önnur en hann ætlaði þá axlar hann það sem hon- um er ætlað að bera og treystir forlögunum; „enginn sannur maður hefur áhyggjur af því hvort hann hfir lengur eða skemur, eða setur sér það eina markmið að halda lífi, heldur felur hann guðinum að ákveða allt þetta og trú- ir á það sem konur segja, að enginn fái flúið örlög sín. Þá er hægt að fara að hugsa um hvernig manni ber að hfa þessu lífi, hvort sem það er langt eða stutt" (Gorgías 512). Það eina sem hann óttast er að gera rangt því þá brýtur sálin í bága við sjálfa sig og dæmir sig í glötun. Og hann hvorki þarf né vih gera á hlut annarra vegna þess að hann hefur ekkert markmið (peninga, völd, nautn, áht ...) sem krefst þess. Honum er aðeins eins hlutar vant, að leita hins góða og öðlast fuhkomnun. Slíkur maður hefiir nægan styrk til að standast bæði freistingar og hótanir þessa heims: „Þar sem skyldan kallar getur ekkert haggað honum" (Gorgtas 507). Meðan hann hfir er hann íbúi í borg réttlætis og umgengst sjálfan sig og aðra sem borgara í slíku ríki. Hvort slík borg er efnislegur veruleiki skiptir ekki máli: „Engu skiptir hvort hún er eða verður nokkurs staðar: hann lætur sig varða mál hennar einnar og engr- ar annarrar“ (Rtkið 592 B). Ég læt þessa örstuttu lýsingu - sem er líklega, þegar allt kemur til alls, lýsing á einhverju sem ekki er hægt að lýsa - nægja sem vísbendingu um lífs- skilning Sókratesar. I honum er fólgin djúp og glaðvær viðtaka h'fsins -
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.