Hugur - 01.01.2006, Side 100
98
Dan Zahavi
I. Sjónarhorn túlkunarfrœbinnar: Sjálfið sem afurð frásagnar
Því hefur nýlega verið haldið fram að ómögulegt sé að ræða málefni sem
varða sjálfsku og persónulega samsemd eða sjálfsmynd [personal identity] án
samhengis við þá vídd mannlegrar tilveru sem lýtur að tímanum.4 A hinn
bóginn er á það að líta að mennskur tími er hvorki huglægur tími vitundar-
innar né hlutlægur tími alheimsins. Ollu heldur brúar mennskur tími bilið á
milli fýrirbærafræðilegs og heimsfræðilegs tíma. Mennskur tími er tími lífs-
hlaups okkar og ævisögu. Hann er tími sem lýtur frásögn, tími sem raðað er
upp og felldur í orð með þeim táknræna miðli sem frásögnin er.5 6 Hvert er
hlutverk slíkra frásagna í tilurð sjálfsins? Því hefiir verið haldið fram að þær
leggi til eðlislægt form og burðarþátt sjálfsskilnings og sjálfsþekkingar.
Þegar málið snýst um að vita hver maður er og öðlast traustan sjálfsskiln-
ing hrekkur það ekki til að vera einfaldlega meðvitaður um sjálfan sig frá sjón-
arhóli fýrstu persónu. Það dugar ekki til að fanga sjálfan sig sem mig í hugs-
un sinni. Öllu heldur er frásagnar þörf. Þegar spurningin „hver er ég?“ verður
fýrir okkur er okkur tamt að segja tiltekna sögu þar sem áhersla er lögð á
ákveðin atriði sem við teljum sérlega mikilvæg og lítum á sem leiðarstef í lífi
okkar; atriði sem skilgreina hver við erum, það sem við leggjum fyrir aðra
þegar við sækjumst eftir viðurkenningu þeirra og jáyrði/' Að svara spurning-
unni „hver er ég?“ jafngildir því að segja tiltekna ævisögu.7 Eg öðlast innsýn í
það hver ég er með því að staðsetja persónueinkenni mín, þau gildi sem ég að-
hyllist, þau markmið sem ég sækist eftir o.s.frv. innan ævisögu þar sem ég geri
grein fyrir uppruna þeirra og þróun, ævisögu sem rekur hvaðan ég kem og á
hvaða leið ég er. Þessi frásögn er samt sem áður annað og meira en einber að-
ferð til að öðlast innsýn í eðli sjálfs sem þegar er fyrir hendi. Þvert á móti er
sjálfið afleiðing tilvem sem lýtur lögmálum frásagnarinnar. Eining sjálfsins
býr, líkt og Maclntyre orðar það, „í einingu frásagnar sem setur fæðingu, h'f
og dauða fram eins og sögu með upphaf, miðju og endi“.8 Hvers vegna þyk-
ir okkur sjálfsagt að hugsa sjálfið út frá formgerðum frásagnarinnar? Það er
vegna þess að mannlegar athafnir em frásagnir sem hrundið hefur verið í
framkvæmd. Athafnir okkar þiggja merkingu sfna af því að þær eiga sér stað
innan frásagnarferlis. I lífi okkar tökum við þátt í sviðsetningu frásagna og
öðlumst skilning á iífi okkar í gegnum slíkar frásagnir.
Ricœur hefur stundum haldið fram hugtaki sínu um frásagnarsjálfsmynd
sem lausn á þeim gamalkunna vanda að velja á milh hugmyndar um sjálfið í
anda Descartes, sem felur í sér að sjálfið sé samsemdarlögmál sem haldist
óbreytt þó að það taki að vísu á sig margvíslegar myndir, og afstöðu Humes
og Nietzsches sem halda því fram að sjálfsvera sem er ætíð söm við sig sé
4 Ricœur 1990, s. 138.
5 Ricœur 1985, s. 439.
6 Ricœur 1985, s. 442-443.
7 Ricœur 1985, s. 442.
8 Maclntyre 1985, s. 205.