Hugur - 01.01.2006, Side 117
Messías á Islandi
115
milli. Að mati Husserls er rúmfræðilögmál dágott dæmi um merkingarein-
ingu sem ekki tilheyrir sviði hins efnislega raunveruleika. Með öðrum orð-
um, þ.e. með því orðlagi sem hér er notað um þessi efni, tilheyrir rúmfræði-
lögmálið sviði hugsjóna. En þar með er engan veginn sagt að lögmálið sé
huglægt. Ollu heldur er það af meiði þess sem Husserl nefnir hugsjóna-
bundna hlutlœgni (ideale Objektivitát). Það sem vekur áhuga Derrida á þess-
ari greinargerð Husserls er sú staðreynd að miðlun hinnar hugsjónabundnu
merkingar útheimtir að hún sé tjáð í einhvers konar ytri veruleika - sér í lagi
fyrir meðalgöngu skriftarinnar. Án þessarar ytri tjáningar er tómt mál að tala
um að rúmfræðilögmál séu til í heimi hinna vitandi vera. I þessu felst að
skriftin er nauðsynlegur þáttur í sjálfri tilvist rúmfræðinnar sem vísinda-
greinar. Merkingin varðveitir ekki sjálfa sig nema fyrir „krókaleið skriftar-
innar“. En hin skrifuðu tákn eru aldrei fyllilega gegnsæ; þau bjóða heim
möguleikanum á misskilningi. „A stund skriftarinnar getur táknið alltaf
„tæmst“, komið sér hjá því að vakna [...]; það getur haldist lokað og þögult
til eilífðarnóns" eins og Derrida orðar það í grein sinni (164). Tilvist hinnar
hreinustu merkingar - rúmfræðilögmálsins — reynist því velta á lítt áreiðan-
legum viðbótarpætti sem helst verður að þjóna innihaldinu, þ.e. merking-
unni, af fullkominni undirgefni og hverfa sporlaust um leið og hlutverki hans
er lokið. Skemmst er frá því að segja að Derrida lítur svo á að viðbótin hverfi
aldrei sporlaust; eðli hennar, rétt eins og fyrirbærisins sjálfs, er að vísa á eitt-
hvað annað og skilja eftir sig ummerki.
Arið 1967 sendi Derrida frá sér bókarkorn sem hafði að geyma þá viður-
eign hans við Husserl sem mesta athygli hefiir vakið: Röddina og jyrirbærið
(La voix et lephénom'ene). I þessu riti heldur Derrida sig að mestu við Rök-
fræðilegar rannsóknir Husserls, nánar tiltekið fyrstu rannsóknina af sex þar
sem Husserl freistar þess að gera skýran og traustan greinarmun á því að
segja eitthvað fullum fetum og því að gefa eitthvað í skyn. Hugtökin sem
Husserl styðst við í þessu sambandi eru annars vegar Ausdruck sem þýtt hef-
ur verið sem expression á frönsku og ensku, og hins vegar Anzeichen sem þýtt
hefur verið sem indication á umræddum tungumálum. Fyrrnefnda hugtakið
nefnist segð á íslensku,19 en um það síðara er hér notast við orðið ábending.
Derrida kýs að líta svo á, og færir fyrir því veigamikil rök, að gjörvallt ætl-
unarverk Husserls hvíh á þessum greinarmun á segðum og ábendingum.
Nánar tiltekið vakir fyrir Husserl að draga úr vægi ábendinga og sýna fram
á að þær séu annað hvort merkingarlausar eða að þær megi smætta niður í
segðir. Husserl lætur í veðri vaka að ábendingar séu af svipuðu tagi og hnút-
ur sem maður bindur á vasaklút og er ætlað að minna mann á eitthvað, til
dæmis að kaupa mjólk á leiðinni heim úr vinnunni. I sjálfu sér segir hnútur-
inn ekkert um það, hvað hann merkir; hann er aðeins ábending. Þar með er
hann af allt öðru tagi en minnismiði sem á stendur „kaupa mjólk á leiðinni
heim“ - þar er komin segð sem hefur skýra merkingu.
19 Sji Orðabanka íslenskrar málstöðvar, http://herdubreid.rhi.hi.is:1026/wordbank/search.