Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 117

Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 117
Messías á Islandi 115 milli. Að mati Husserls er rúmfræðilögmál dágott dæmi um merkingarein- ingu sem ekki tilheyrir sviði hins efnislega raunveruleika. Með öðrum orð- um, þ.e. með því orðlagi sem hér er notað um þessi efni, tilheyrir rúmfræði- lögmálið sviði hugsjóna. En þar með er engan veginn sagt að lögmálið sé huglægt. Ollu heldur er það af meiði þess sem Husserl nefnir hugsjóna- bundna hlutlœgni (ideale Objektivitát). Það sem vekur áhuga Derrida á þess- ari greinargerð Husserls er sú staðreynd að miðlun hinnar hugsjónabundnu merkingar útheimtir að hún sé tjáð í einhvers konar ytri veruleika - sér í lagi fyrir meðalgöngu skriftarinnar. Án þessarar ytri tjáningar er tómt mál að tala um að rúmfræðilögmál séu til í heimi hinna vitandi vera. I þessu felst að skriftin er nauðsynlegur þáttur í sjálfri tilvist rúmfræðinnar sem vísinda- greinar. Merkingin varðveitir ekki sjálfa sig nema fyrir „krókaleið skriftar- innar“. En hin skrifuðu tákn eru aldrei fyllilega gegnsæ; þau bjóða heim möguleikanum á misskilningi. „A stund skriftarinnar getur táknið alltaf „tæmst“, komið sér hjá því að vakna [...]; það getur haldist lokað og þögult til eilífðarnóns" eins og Derrida orðar það í grein sinni (164). Tilvist hinnar hreinustu merkingar - rúmfræðilögmálsins — reynist því velta á lítt áreiðan- legum viðbótarpætti sem helst verður að þjóna innihaldinu, þ.e. merking- unni, af fullkominni undirgefni og hverfa sporlaust um leið og hlutverki hans er lokið. Skemmst er frá því að segja að Derrida lítur svo á að viðbótin hverfi aldrei sporlaust; eðli hennar, rétt eins og fyrirbærisins sjálfs, er að vísa á eitt- hvað annað og skilja eftir sig ummerki. Arið 1967 sendi Derrida frá sér bókarkorn sem hafði að geyma þá viður- eign hans við Husserl sem mesta athygli hefiir vakið: Röddina og jyrirbærið (La voix et lephénom'ene). I þessu riti heldur Derrida sig að mestu við Rök- fræðilegar rannsóknir Husserls, nánar tiltekið fyrstu rannsóknina af sex þar sem Husserl freistar þess að gera skýran og traustan greinarmun á því að segja eitthvað fullum fetum og því að gefa eitthvað í skyn. Hugtökin sem Husserl styðst við í þessu sambandi eru annars vegar Ausdruck sem þýtt hef- ur verið sem expression á frönsku og ensku, og hins vegar Anzeichen sem þýtt hefur verið sem indication á umræddum tungumálum. Fyrrnefnda hugtakið nefnist segð á íslensku,19 en um það síðara er hér notast við orðið ábending. Derrida kýs að líta svo á, og færir fyrir því veigamikil rök, að gjörvallt ætl- unarverk Husserls hvíh á þessum greinarmun á segðum og ábendingum. Nánar tiltekið vakir fyrir Husserl að draga úr vægi ábendinga og sýna fram á að þær séu annað hvort merkingarlausar eða að þær megi smætta niður í segðir. Husserl lætur í veðri vaka að ábendingar séu af svipuðu tagi og hnút- ur sem maður bindur á vasaklút og er ætlað að minna mann á eitthvað, til dæmis að kaupa mjólk á leiðinni heim úr vinnunni. I sjálfu sér segir hnútur- inn ekkert um það, hvað hann merkir; hann er aðeins ábending. Þar með er hann af allt öðru tagi en minnismiði sem á stendur „kaupa mjólk á leiðinni heim“ - þar er komin segð sem hefur skýra merkingu. 19 Sji Orðabanka íslenskrar málstöðvar, http://herdubreid.rhi.hi.is:1026/wordbank/search.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.