Hugur - 01.01.2006, Side 124

Hugur - 01.01.2006, Side 124
122 Páll Skú/ason í heim Derrida vegna þess hvernig stíll hans er, tel ég að við yrðum að taka upp sama viðhorf gagnvart fjölmörgum öðrum höfundum. Ollum sígildum heimspekiverkum má hafna á þeirri forsendu að þau séu óheimspekileg eða andheimspekileg — það er einmitt með þessum hætti sem ýmsir heimspek- ingar reyna um þessar mundir að réttlæta andóf sitt eða andúð í garð ritverka Derrida. Mig langar að bæta nokkrum jákvæðum athugasemdum við þessa gagn- rýnu afstöðu. Ef ég hef rétt fyrir mér í því sem ég hef haldið hér fram, þýðir það að ætíð eigi að líta á heimspeki eða heimspekileg verk sem samsetning af tagi bókmennta eða afurðir tiltekinnar tegundar af skáldskap, í sama mæli og þau skoðast sem afiirð rökhugsunar. Þetta þýðir ekki að farið skuli með þau af léttúð eða að þau verðskuldi ekki alvarlega athugun. Þvert á móti myndi Derrida sjálfur efast um, eða jafnvel hafna, þeim greinarmun hins skynsamlega og hins skáldaða sem ég hef dregið upp, og halda því fram þess í stað að heimspekileg hugsun sé bæði af tagi skáldskapar og skynsamlegrar hugsunar, og að þennan greinarmun eigi hvort sem er ekki að taka alvarlega. Skrif Derrida eru lifandi dæmi um viðleitni til að hafna þessum greinarmun á meðvitaðan hátt, og rökrétt afleiðing þeirrar höfnunar er að Derrida legg- ur sig í líma við að semja heimspekitexta sem dylja ekki þá staðreynd að heimspekin er ekki sköpunarverk rökhugsunarinnar einnar. Og þá sést hvernig skrif Derrida vekja óhjákvæmilega spurningar um eðli heimspeki- legrar hugsunar, um tjáningaraðferðir hennar og samband hennar við skyn- semi og rök. Víkjum nú að öðrum þætti vandans að komast inn í Derrida eins og ég lýsti honum í upphafi — þeirri hlið sem lýtur að frumspekihefð evrópskrar heimspeki. Derrida er margfróður um sögu heimspekinnar og ef hægt er að kalla hann sérfræðing á einhverju sviði, þá væri það að mínu mati saga frum- spekinnar. Með frumspeki er hér átt við kerfisbundna tilraun til að uppgötva undirstöður hugsunarinnar þar sem mest fer fyrir hugtökum á borð við sýnd og reynd, tíma og eilífð, veru og óveru, verund og hendingu, o.s.frv. Eins og alkunnugt er hafa þessi hugtök verið tekin til allskyns greiningar frá dögum Platons og fram til samtímaheimspekinga á borð við Heidegger og Quine. Þegar Derrida tekur til máls er það iðulega í þeim tilgangi að leyfa öndum þessarar miklu hefðar að leika að nýju lausum hala - vofum hinna miklu frumspekinga fyrri tíma, einkum Platons og Hegels. Hver sá sem vill kom- ast inn í heim Derrida verður að vera kunnugur frumspeki fornaldar og nýaldar. Derrida sjálfur verður ekki að miklu liði í þessum efnum. Skrif hans gera enga tilraun til að leiða lesandann inn í frumspekihefðina heldur eru þau miklu fremur stanslaus rannsókn á verkum og höfundum þeirrar hefðar sem hann tilheyrir sjálfur — og stundum eru verk hans raunar kraftmikil árás á þessa hefð. Hvernig getur maður kynnst frumspekihefðinni? Hagnýtt svar við þessari spurningu væri að benda á að vitaskuld sé gagnlegt að lesa og tileinka sér verk frumspekihugsuða allt frá Platoni til Heideggers. En þá er mikilvægt að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.