Hugur - 01.01.2006, Page 124
122
Páll Skú/ason
í heim Derrida vegna þess hvernig stíll hans er, tel ég að við yrðum að taka
upp sama viðhorf gagnvart fjölmörgum öðrum höfundum. Ollum sígildum
heimspekiverkum má hafna á þeirri forsendu að þau séu óheimspekileg eða
andheimspekileg — það er einmitt með þessum hætti sem ýmsir heimspek-
ingar reyna um þessar mundir að réttlæta andóf sitt eða andúð í garð ritverka
Derrida.
Mig langar að bæta nokkrum jákvæðum athugasemdum við þessa gagn-
rýnu afstöðu. Ef ég hef rétt fyrir mér í því sem ég hef haldið hér fram, þýðir
það að ætíð eigi að líta á heimspeki eða heimspekileg verk sem samsetning
af tagi bókmennta eða afurðir tiltekinnar tegundar af skáldskap, í sama mæli
og þau skoðast sem afiirð rökhugsunar. Þetta þýðir ekki að farið skuli með
þau af léttúð eða að þau verðskuldi ekki alvarlega athugun. Þvert á móti
myndi Derrida sjálfur efast um, eða jafnvel hafna, þeim greinarmun hins
skynsamlega og hins skáldaða sem ég hef dregið upp, og halda því fram þess
í stað að heimspekileg hugsun sé bæði af tagi skáldskapar og skynsamlegrar
hugsunar, og að þennan greinarmun eigi hvort sem er ekki að taka alvarlega.
Skrif Derrida eru lifandi dæmi um viðleitni til að hafna þessum greinarmun
á meðvitaðan hátt, og rökrétt afleiðing þeirrar höfnunar er að Derrida legg-
ur sig í líma við að semja heimspekitexta sem dylja ekki þá staðreynd að
heimspekin er ekki sköpunarverk rökhugsunarinnar einnar. Og þá sést
hvernig skrif Derrida vekja óhjákvæmilega spurningar um eðli heimspeki-
legrar hugsunar, um tjáningaraðferðir hennar og samband hennar við skyn-
semi og rök.
Víkjum nú að öðrum þætti vandans að komast inn í Derrida eins og ég
lýsti honum í upphafi — þeirri hlið sem lýtur að frumspekihefð evrópskrar
heimspeki. Derrida er margfróður um sögu heimspekinnar og ef hægt er að
kalla hann sérfræðing á einhverju sviði, þá væri það að mínu mati saga frum-
spekinnar. Með frumspeki er hér átt við kerfisbundna tilraun til að uppgötva
undirstöður hugsunarinnar þar sem mest fer fyrir hugtökum á borð við sýnd
og reynd, tíma og eilífð, veru og óveru, verund og hendingu, o.s.frv. Eins og
alkunnugt er hafa þessi hugtök verið tekin til allskyns greiningar frá dögum
Platons og fram til samtímaheimspekinga á borð við Heidegger og Quine.
Þegar Derrida tekur til máls er það iðulega í þeim tilgangi að leyfa öndum
þessarar miklu hefðar að leika að nýju lausum hala - vofum hinna miklu
frumspekinga fyrri tíma, einkum Platons og Hegels. Hver sá sem vill kom-
ast inn í heim Derrida verður að vera kunnugur frumspeki fornaldar og
nýaldar. Derrida sjálfur verður ekki að miklu liði í þessum efnum. Skrif hans
gera enga tilraun til að leiða lesandann inn í frumspekihefðina heldur eru
þau miklu fremur stanslaus rannsókn á verkum og höfundum þeirrar hefðar
sem hann tilheyrir sjálfur — og stundum eru verk hans raunar kraftmikil árás
á þessa hefð.
Hvernig getur maður kynnst frumspekihefðinni? Hagnýtt svar við þessari
spurningu væri að benda á að vitaskuld sé gagnlegt að lesa og tileinka sér
verk frumspekihugsuða allt frá Platoni til Heideggers. En þá er mikilvægt að