Hugur - 01.01.2006, Page 139
Fyrirbærafræðin og Messías
x37
vitlega fremur en hins reynslubundna, rétt eins og hin raunverulega athöfn
eigi sér stað í heimi hugmyndanna en ekki í okkar heimi.
Eg á við að ef Husserl gerir ráð fyrir smættun ábendingartáknsins ásamt
niðursöllun aðstæðubundinna segða og jafnvel hins dauðlega þáttar í hvers
kyns tali, og lætur í veðri vaka að úrlausn þessa verkefnis sé einhvern veginn
sjálfsögð eða í öllu falli vandkvæðalaus - eða, öllu heldur, og þar er komið
mikilsverðasta atriðið, gefi í skyn að eini vandinn við verkefnið sé að það
verði ekki fyllilega leyst af einföldum ástæðum sem varða einberar staðreynd-
ir— er það vegna þess að hann lítur á alla þessa þætti með tilvísun til einhvers
sem ætlað er að standa andspænis hugsjóninni og fyrir ofan hana. Ekki ligg-
ur í augum uppi að hvaða leyti raunveruleikinn reynist vera afgerandi þáttur
í samsetningu hugsjónarinnar. Husserl er þetta ekki einu sinni ljóst, og þeg-
ar hann heldur því fram að yrðing á borð við „gullfjaH" sé ekki fyllilega raun-
veruleg, þá sýnir það í raun að hann veit að raunveruleikinn liggur hugsjón-
inni á einhvern hátt til grundvallar. (Ég sagði ekki „hann veit í raunen þó
er ég þegar öllu er á botninn hvolft að halda því fram, og það er raunar
dýpsta sannfæring mín, að í þessu tilliti hafi Husserl verið kunnugt um hlut-
verk raunveruleikans í samsetningu hugsjónarinnar, og ég er sannfærður um
að Derrida er sama sinnis.) Og svo við hlaupum út undan okkur og beinum
sjónum að tilgangi þessara bollalegginga: það sem Derrida leiðir í ljós með
lestri sínum á Husserl veltur einmitt á þeirri staðreynd að grundvöllur sér-
hverrar orðræðu er samslunginn bælingunni á þessum sama grundvelli.
Við munum rekast á það aftur að hjá Derrida tekur hið bælda iðulega á sig
mynd tilvísunarinnar, táknsins og skriftar almennt talað. En til að leiða megi
viðfangsefnið betur í ljós er við hæfi að beina athyglinni frá séma (tákninu)
til söma (líkamans) og takast á hendur greiningu á samsetningu nærveru af
meiði hugsjónar [idealpresence\ fyrir tilstilli möguleikans á brotthvarfi þeirr-
ar hverfulu og aðstæðubundnu yrðingar „e'g“. Hvað er hugsjónareðli í líki
nærveru? Eða, á hinn bóginn, hvað er raunveruleg nærvera? Framsöguhátt-
ur nútíðar í þriðju persónu. Vitundin um þá staðreynd að heimurinn var
þarna á undan mér og að hann verður hér áfram að mér liðnum. Látum þess
getið í framhjáhlaupi að þessi hugsun er í fullum samhljómi við einfeldn-
ingslega raunsæistrú: það sem er hafið yfir vafa er að ég fæddist og mun deyja
í heimi sem var á undan mér og verður að mér látnum. En við rætur alls
þessa - sér í lagi hvað Husserl snertir - býr fyrsta mótsögnin sem forskilvit-
legar hugmyndir Kants tókust á við, þ.e. sú spurning hvort veröldin er end-
anleg eða óendanleg í tíma og rúmi. Eins og kunnugt er felur svar Kants við
þessari spurningu í sér að báðar tilgáturnar fái staðist, eftir því hvort litið er
á rúmið sem reynslubundinn veruleika eða forskilvitlega hugsjón. Kant
bendir einnig á (í Gagnrýni hreinnar skynsemi, B 538-39/A 510-11) að
stærðfræðingar geti talað um progressus in infinitum en heimspekingar verði
að sætta sig við progressus in indefinitum. Með þessu á hann við að stærðfræð-
ingar telji heildina gefna í innsæinu en það sem tilheyri heimi hugmyndanna
vaxi á hinn bóginn takmarkalaust á grundvelli þess eina hlutar sem innsæið