Hugur - 01.01.2006, Qupperneq 160
158
Jacques Derrida
tekið atriði, sértœkan eðlisformlegan þátt hlutar (rúmleika hans, til dæmis)
sem er efnislega ákvarðaður sem hlutveruleg heild [corps\, burtséð frá öðr-
um eðlisformlegum þáttum heilda almennt. Af þessum sökum er rúmfræð-
in „efnisleg" og „sértæk“ vísindagrein.12 Þar af leiðir að „rúmfræði upplif-
ana“ eða „stærðfræði fyrirbæranna“ er óhugsandi: hugmyndin um slík
vísindi er „tilraun sem missir marks".13 Hvað varðar hugðarefni okkar hér
hefur þetta fyrst og fremst þá þýðingu að eðlisform vitundarinnar, þ.e. eðl-
isform „fyrirbæranna" almennt getur ekki verið hluti af stærðfræðilegri
formgerð eða „mergð“ \multiplicité\. En hvað er það sem einkennir slíka
mergð að mati Husserls, á þessu tímaskeiði hugsunar hans? I einu orði sagt,
möguleikinn á lokun,14 Við getum ekki farið í saumana á þeim sérstöku
stærðfræðilegu vandamálum sem þessi hugmynd Husserls um stærðfræði-
legan „af-endanleika“ \définitude\ hlýtur ætíð að vekja upp, einkum þegar
vísað er til tiltekinna seinni tíma kennisetninga í frumsendufræði og upp-
götvana Gödels. Það sem Husserl vill draga fram með því að bera saman
nákvæm og formfræðileg vísindi - sem er jafnframt það sem skiptir okkur
máli hér - er sú staðreynd að fyrirbærafræði formgerða verður ekki lokað, af
eðlislægum, innbyggðum og óumflýjanlegum ástæðum. Hér kemur til sú
óendanlega opnun upplifunarinnar sem birtist á ýmsum stigum greiningar
Husserls í líki hugsjónar að hætti Kants - innrás óendanleikans inn í vit-
undina sem gefur kost á því að mynda í henni heild úr flæði tímans á sama
hátt og hún myndar heild viðfangs og heims, með því að horfa fram í tím-
ann, þrátt fyrir að því verki verði aldrei lokið. Undarleg nærvera þessarar
hugsjónar gerir einnig kleift að farið sé út á jaðarinn og að til komi ná-
kvæmni yfirleitt.
2. I Hugmyndum I er forskilvitlegri ætlandi lýst sem upprunalegri form-
gerð, frum-formgerð (Ur-Struktur) sem hafi fjögur skaut er myndi tvenns
konar tengsl: annars vegar eru formgerð eða tengsl sem kennd eru við noesis-
noema (merkingargjöf-merkingarkjarna) og hins vegar formgerð eða tengsl
sem kennd eru við morfé-hylé (form-efni). Að minnsta kosti tvennt bendir til
þess að þessi samsetta formgerð eigi við um ætlandina, þ.e. um uppruna
merkingar, um það að opna sig fyrir birtu þess sem fyrir ber, og að sú aðgerð
12 Sbr. Husserl, Ideen I, s. 23-25 (§9) og s. 51-53 (§25).
13 Husserl, Ideen I, s. 149 (§71).
14 „Með hjálp frumsendna, þ.e. frumlægra eðlislögmála, er [rúmfræðin] nú í stakk búin til að
leiða fram, með hreinni afleiðslu, öll þau form sem „eru til“ í rúmi, þ.e. öll þau rúmfræðilegu
form sem möguleg eru á sviði hugsjóna [ideal möglichen Raumgeslalten] og öll eðlissambönd
sem þeim tilheyra, í líki hugtaka sem fela í sér nákvæma ákvörðun [...]. Þannig er tegundar-
eðli sviðs rúmfræðinnar háttað, og hinu hreina eðli rúmsins, að í krafti aðferðar sinnar getur
rúmfræðin verið fullviss um að ráða í raun og veru, og á nákvæman hátt, yfir öllum möguleik-
um. Með öðrum orðum: mergð rúmfræðilegra forma almennt býr yfir þeim merkilega, rök-
lega grunneiginleika sem við munum nefna „af-endanlega" mergð [„defmite" Mannigfaltigkeit]
eða „stœrðjræðilega mergð ( eindregnum skilningiHann einkennist af því að endanlegur jföldi
[...] hugtaka og setninga ákvarðar fullkomlega og ótvírætt, og af hreinni greiningarlegri nauðsyn,
safn allra mögulegraforma innan sviðsins, þannig að samkvœmt meginreg/unni er ekkert opið inn-
an þess [so dafi also in ihm prinzipiell nichts mehr offen bleibt]“ (Husserl, Ideen I, s. 151-152,
§72).