Hugur - 01.01.2006, Qupperneq 163
„Tilurð ogformgerð“ogjýrirbærafræðin
161
hinu forskilvitlega sviði. En gæti sálfræði, sem náð hefði að endurnýja sig
vegna áhrifa frá fyrirbærafræði og skynheildarsálfræði19 og fjarlægst um leið
tengslahyggju, eindahyggju, orsakahyggju o.s.frv., ekki gert umrædda lýsingu
að verkefni sínu og tekist á við hin vandasömu hugtakalíkön ein síns liðs? I
stuttu máli sagt: fær sálfræði í anda formgerðarstefnu, sem lýsir yfir sjálfstæði
sínu andspænis forskilvitlegri fyrirbærafræði og jafnvel fyrirbærafræðilegri
sálfræði, varist þeirri gagnrýni sem forðum beindist gegn hefðbundinni sál-
fræði, þ.e. þeirri ákúru að hún einkennist af sálarhyggju? Þessi ásökun virtist
hljóta byr undir báða vængi fyrir þá sök að Husserl hafði sjálfur mælt fyrir
nauðsyn þess að koma á fót fyrirbærafræðilegri sálfræði sem léti sig vissulega
fyrirframsannindi varða en væri engu að síður veraldleg (að því leyti að hún
getur ekki látið hjá h'ða að gera ráð fyrir þeim veraldlega \\\utpsyché, þ.e. sál-
inni) og með öllu hliðstæð við forskilvitlega fyrirbærafræði. Skrefið yflr það
ósýnilega bil sem er milli hliðstæðna verður þó aldrei stigið á fullkomlega
„saklausan“ hátt: í því er fólgin slyngasta og stórtækasta óhæfan sem sálar-
hyggjunni fylgir. Hér er kominn kjarninn í þeirri gagnrýni sem Husserl bein-
ir að formgerðar- og heildarkenningum í sálfræði í eftirmála sínum að Hug-
myndum I (sem birtist 1930). Hann beinir spjótum sínum sérstaklega að
skynheildarsálfræðinni.20 Ekki er nóg að komast undan eindahyggjunni [at-
omisme\ til þess að forðast „náttúruhyggjuna“. Til þess að skýra fjarlægðina
sem verður að skilja fyrirbærafræðilega sálfræði frá forskilvitlegri fyrirbæra-
fræði þarf að huga að þeirri neind [rien\ sem kemur í veg fyrir að þær renni
saman, því hliðstæðueðli sem ljær forskilvitlegum álitamálum rými. Þessi
neind er það sem gefiir kost á hinni forskilvidegu afturfærslu. Og forskilvit-
lega afturfærslan er það sem beinir athygli okkar að þessari neind þar sem
heild merkingarinnar og merking heildarinnar láta uppruna sinn í ljós. Það
er að segja, með orðalagi Eugens Fink, uppruna heimsins.
Nú þyrftum við, hefðum við til þess tíma og ráðrúm, að huga að þeim
tröllauknu vandamálum sem fyrirbærafræði tilurðarinnar, í þeirri mynd sem
19 Við þetta fengust öðrum fremur þeir Wolfgang Köhler og Kurt Koffka. Sá fýrrnefndi taldi sál-
fræðina eiga að helga sig „fyrirbærafræðilegri lýsingu", en sá síðarnefndi, sem var lærisveinn
Husserls, leitaðist við að leiða í ljós, í riti sínu Princig/es of Gestalt Psychology (Meginreglur skyn-
heildarsálfrædinnar), að í krafti formgerðarstefnu sinnar sé „sálfræði formsins" ónæm fyrir þeirri
gagnrýni sem beint er gegn sálarhyggjunni.
Hæglega mátti sjá fyrir að fyrirbærafræðinni yrði slegið saman við „sálfræði formsins“. Ekki
vegna þess að Husserl hefði, í Kreppu evrópskra vísinda, átt að „taka að nýju upp hugmyndina
um „innri gerð“ [conjiguration] og jafnvel skynheild [Gestalt]“, eins og Merleau-Ponty leggur til
(Phénoménologie de la perception, París, Gallimard 1945, s. 62, nmgr. 1), heldur þvert á móti
vegna þess að Husserl hélt því ávallt fram, að því er virðist með nokkrum rétti, að hann hafi lát-
ið skynheildarsálfræðinni hugtök sín í té, einkum hugtakið „hvata" (sbr. Husserl, ldeen I, s. 101,
§47, og Husserl, Cartesianische Meditationen und Pariser Vorlráge. Husserliana I. Haag, Mart-
inus Nijhoff 1963, s. 109, §37) sem liafi þegar birst í Röijræði/egum rannsóknum, svo og hug-
takið um skipulega heild eða sameinaða mergð sem sé þegar fyrir hendi í Heimspeki reiknings-
listarinnar (1887-1891). Hvað allar þessar spumingar áhrærir vísum við á hið mikilvæga verk
Arons Gurwitsch, The'orie du champ de la conscience, þýð. M. Butor, Brugge og París, Desclée de
Brouwer 1957.
20 Sjá Husserl, „Ideen zu einer reinen Phánomenologie und phánomenologischen Philosophie:
Nacliwort", Ideen I, s. 155 o.áfr.