Hugur - 01.01.2006, Side 164
IÓ2
Jacques Derrida
hún tekur á sig eftir útkomu Hugmynda I, má glíma við. Ég verð að láta eft-
irfarandi atriði duga.
Hin djúpstæða eining tilurðarlýsingarinnar kvíslast - án þess þó að dreif-
ast - í prjár áttir.
A) Rökfræðilega leiðin. Ætlunarverk Husserls í Reynslu og dómum (Er-
fahrung und Urtei/), Formlegri og forskilvitlegri rökfræði (Formale und trans-
zendentale Logik) og öðrum skyldum textum er að rekja í sundur og „beita
afturfærslu á“ efstu formgerðir vísindalegrar huggervingar [idéalisation] og
gildi hlutlægrar nákvæmni, en ekki síður hvers kyns setlagamyndun umsagna
á menningarlagi huglægra og afstæðra sanninda í lífheiminum (Lebenswelt).
Tilgangurinn var að endurheimta og „endurvirkja“ uppsprettu fræðilegra og
verklegra umsagna almennt á grunni for-menningarlegs lífs sem vera skyldi
eins frumstætt og kostur er.
B) Sjálfsfræðilega leiðin [la voie égologique]. Þessi leið býr í vissum skiln-
ingi undir hinni fýrrnefndu. I fýrsta lagi vegna þess að fýrirbærafræðin
hvorki getur lýst né á að lýsa öðru en tilbrigðunum í ætlandi frummyndar-
sjálfsins (eidos ego) almennt.21 I öðru lagi vegna þess að sifjafræði rökfræð-
innar hélt sig á sviði þess sem hugsað er (cogitata) og athafnir sjálfsins, rétt
eins og eiginleg tilvist þess og líf eru einungis skoðaðar á grundvelli tákna
og niðurstaðna sem varða merkingarkjarna (noema). Eins og segir í Kartes-
ískum hugleiðingum (Cartesianische Meditationen) felst verkefnið í því að
komast svo að segja niður fýrir andstæðu hugsunarinnar og þess sem hugsað
er (cogito-cogitata) og ná tökum á tilurð sjálfs sjálfsins, sem er til út af fýrir sig
og „er stöðugt að setja sjálft sigfram sem verandi ti/u ?2 Burtséð frá vandmeð-
förnum spurningum um virkni og óvirkni rekur þessi tilurðarlýsing á sjálfinu
sig á takmarkanir sem við hneigjumst til að telja óhagganlegar en Husserl
telur vitaskuld aðeins tímabundnar. Þær stafa af því, segir hann, að fýrirbæra-
fræðin er enn í burðarliðnum.23 Tilurðarlýsingin á sjálfinu knýr stöðugt á um
21 „Ur því að hið aleindarlega og áþreifanlega sjálf [das monadisch konkrete ego] inniheldur allt það
virka vitundarlíf sem mögulegt er, kemur á daginn að vandinn um fyrirbærafrtcdilega útlistun
pessa aleindarsjátfs (vandinn um samsetningu þess gagnvart sjálfii sér) verður að fela í se'r ölt
vandamál tengd samsetningu yftrhöfuð. Þegar allt kemur til alls fellur fýrirbærafræði þessarar
sjálfssamsetningar saman við fýrirbærafræðina í heild sinni“ (Husserl, Cartesianische Med-
itationen, s. 102-103, §33).
22 „En nú verðum við að vekja athygli á stórri gloppu í greinargerð okkar. Það er alltaf auðsætt að
sjálfið er til fýrir sjálfii sér, það er stöðugt að setja sjálft sigfram sem verandi til. Til þessa höfum
við aðeins drepið á einni hlið þessarar sjálfssamsetningar, aðeins litið á hið streymandi cogito.
Sjálfið nær ekki aðeins tökum á sjálfu sér sem streymandi lífi, heldur sem ég - ég sem upplifi
hitt og þetta, eitt og sama ég sem lifir hitt og þetta cogito [als Ich, der ich dies undjenes erlehe, dies
undjenes cogito als derselbe durchlebe]. Fram að þessu höfiim við fengist við ædandi tengsl vit-
undar og viðfangs, cogito og cogitatum [...]“ (Husserl, Cartesianische Meditationen, s. 100, §31).
23 „Afar erfitt er að ná inn til hins hinsta algildis sem á við viðfangsefni eðlisformlegrar fýrirbæra-
fræði og þar með einnig til hinnar endantegu tilurðar. Fyrirbærafræðingur á byrjunarreit geng-
ur ósjálfrátt út frá sjálfiim sér. Forskilvidega séð er hann til staðar sem sjálf og þá raunar sem
sjálf yfirhöfuð sem á sér þegar heim fýrir atbeina vitundarinnar, heim sem býr yfir þeirri veru-
fræðilegu gerð sem við þekkjum öll, með náttúru, menningu (vísindum, listum, tækni o.s.frv.),
með persónum [Persona/itáten] af æðra stigi (ríki, kirkju) o.s.frv. Fyrirbærafræðin er í fýrsm að-
eins kyrrstceð, lýsingar hennar eru hliðstæðar náttúrusögulegum lýsingum sem beinast að ein-
stökum gerðum og láta sér nægja að flokka þær í kerfi. Spurningar um almenna tilurð, eða um